Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Innflutningi fylgir áhætta
Fréttir 9. janúar 2020

Innflutningi fylgir áhætta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með síðustu áramótum er ekki lengur gerð krafa um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Þess í stað þurfa innflytjendur að sýna fram á vottorð sem sýna að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter.

Auk þess er krafist viðbótar­trygginga með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklinga­kjöti og kalkúnakjöti og þeim þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.

Evrópska eftirlitskerfið margsinnis brugðist

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segir að nú verði Íslendingar að treysta á evrópska eftirlitskerfið og að dæmi sýni að það virki ekki alltaf.

„Dæmi um þetta eru eggja­skandallinn í Hollandi fyrir fáum árum, auk stóra kjötmálsins þar sem mikið magn af hrossakjöti var selt til Evrópu sem nautakjöt.

Á hverju ári kemur fram fjöldi minni mála sem tengjast matvælasvindli og þar sem eftirlitskerfið sem við eigum nú að reiða okkur á hefur brugðist.“

Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Viðbótartryggingin sem er hluti af regluverkinu sem varðar innflutninginn er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda og meðal annars ætlað að efla matvælaöryggi og tryggja vernd búfjárstofna í landinu.

„Vissulega er áætlunin til bóta en hún er engan veginn fullnægjandi og því verið að taka talsverða áhættu með innflutningi á kjöti án frystiskyldu.“
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...