Úrgangur endurunninn sem fóður
Á Selfossi er starfrækt Fóðurstöð Suðurlands sem framleiðir fóður fyrir fimm af sex minkabúum landsins. Hráefnið er að stærstum hluta fisk- og sláturúrgangur sem annars færi til spillis.
Á Selfossi er starfrækt Fóðurstöð Suðurlands sem framleiðir fóður fyrir fimm af sex minkabúum landsins. Hráefnið er að stærstum hluta fisk- og sláturúrgangur sem annars færi til spillis.
Staða loðdýrabænda er tæp að sögn formanns búgreinadeildar loðdýra vegna slæmrar afkomu í greininni í mörg ár og lítil von um að þeir geti haldið starfsemi sinni áfram ef ekkert breytist fljótlega.
„Þetta er rosalega ánægjulegt,“ segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands loðdýrabænda, um nýafstaðið uppboð á skinnum í Kaupmannahöfn. Því lauk í byrjun vikunnar og fengust um 6 þúsund krónur fyrir skinn að meðaltali.
Loðdýrarækt eyðir að stórum hluta þeim sláturafurðum, sem við í dag borðum ekki sjálf og eru að mestu leyti urðuð með miklum kostnaði fyrir kjötiðnaðinn, sem að sjálfsögðu leggst á neytendur. T.d. kjúklingur, sem er vinsæll matur, nýtist okkur ekki nema um 40%, rest er urðuð.