Ólöglegt að ráða sjálfboðaliða í efnahagslega starfsemi
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi hafi fengið til sín starfsfólk í sjálfboðastörf. Með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald auk þess sem einhvers konar skemmtun/afþreying komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi.