Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mast með nýja síðu um lög og reglur
Fréttir 14. apríl 2015

Mast með nýja síðu um lög og reglur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja vefsíðu yfir lög og reglur sem stofnunin framfylgir og starfar eftir.

Markmið síðunnar er að auðvelda eftirlitsþegum og almenningi aðgengi að lögum og reglum sem varða starfssvið Matvælastofnunar.

Á síðunni er hægt að nálgast löggjöf um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð, fóður og önnur viðfangsefni stofnunarinnar, alls um 31 lagabálk og 600 reglugerðir.

Helstu nýmæli eru að nú eru öll lög og reglugerðir birtar saman á einni síðu með öflugri leitarvél og möguleika á að raða efni í tímaröð, eftir flokkum eða eftir heiti. Breytingar sem gerðar eru á reglugerðum birtast eingöngu þegar stofnreglugerðin er valin og í þeim tilvikum þar sem reglugerð byggir á Evrópulöggjöf eru númer þeirra reglugerða sýnileg og slóð á hverja gerð fyrir sig.

Ný upplýsingasíða Matvælastofnunar yfir lög og reglur

 

Skylt efni: Mast | lög og reglur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...