Nýta „fiskeldismykju”, mannaseyru, moltu, brennistein og fleira sem áburð
Á dögunum fór fram undirbúningur og hráefnaöflun fyrir fyrstu jarðræktartilraunir hjá Landgræðslunni og Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið er til tveggja ára en jarðræktartilraunir verða endurskoðaðar og endurteknar næsta sumar. Að verkefninu koma Matís, Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Hafró og Landsvirkjun.