Eggið og upprisan
Egg hafa lengi verið tákn vorsins og saga páskaeggja mun lengri en þeirra súkkulaðieggja sem við þekkjum í dag og gefum börnum um páskana. Víða er siður að mála hænu eða egg annarra fugla um páskana og færa ástvinum sem gjöf. Í frumkristni voru egg meðal annars tákn um að grafhýsi Krists væri autt og að frelsarinn væri upprisinn.