„Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu
Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum samkvæmt gögnum Orkustofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á upprunavottorðum úr landi.