Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu
Fréttir 5. desember 2019

„Losum” 19 tonn af geislavirkum úrgangi og 8,8 milljón tonn af CO2 vegna raforkuframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endurnýjanlegum orku­gjöfum samkvæmt gögnum Orku­stofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á upprunavottorðum úr landi.

Æpandi þversagnir eru í þessum tölum því á sama tíma segir Orkustofnun að 99,99% raforku á Íslandi séu framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Allt á þetta þó skýringar í sölu íslenskra orkufyrirtækja á uppruna- eða hreinleikavottorðum  raforku til erlendra framleiðslufyrirtækja, sem nota „óhreina“ orku til að framleiða sínar vörur.

Í staðinn verða íslensku orku­fyrirtækin að skrá á sig mengun  sem hlýst af framleiðslu erlendu fyrirtækjanna. Samt hefur hvorki farið fram sala á orku frá Íslandi né   raunverulegur innflutningur á CO2 og kjarnorkuúrgangi til Íslands.

Ítrekað hefur verið fjallað um þetta mál í Bændablaðinu allt frá því  þáverandi formaður Sambands garðyrkjubænda benti á þennan sérkennilega lið á orkureikningum í júní 2014. Í kjölfarið varð bakslag í sölu upprunavottorða árið 2015 eftir yfirlýsingar þingmanna og ráðherra um að tekið yrði á málinu. Ekkert gerðist og áfram hefur stöðugt  verið gengið á endurnýjanlega hluta íslensku raforkunnar í skráningu Orkustofnunar.

Engar vangaveltur um siðferði

Í kynningu Landsvirkjunar á hrein­­leika­­vottorðunum hefur erlendu kaupendunum verið bent á að þeir geti síðan notað vottorðin til að fá ýmiss konar umhverfisvottanir  og selt sínar vörur í skjóli þeirra á hærra verði til neytenda en ella. Það geta þeir gert þrátt fyrir að halda áfram að nota óhreina orku við sína framleiðslu. Ekkert er þar minnst á siðferði slíkra viðskipta gagnvart grunlausum neytendum. Þeir telja sig  væntanlega vera að borga hærra verð fyrir vörur frá fyrirtækjum sem stunda umhverfisvæna framleiðslu.

Hrein íslensk raforka úr  89% árið 2011 í 11% árið 2018

Íslensk orkufyrirtæki hófu sölu á upprunavottorðum raforku árið 2011. Í gögnum Orkustofnunar kemur fram að það ár hafi 89% raforkunnar á Íslandi verið endurnýjanleg orka. Hins vegar var 5% hlutdeild orkunnar framleidd með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti.

Árið 2018 var hreina íslenska raforkan aðeins orðin 11% af heildarsölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá var 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum, olíu og gasi. Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi.

Líklegt má telja að hlutfall raforku sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi verði á pappírunum komið niður fyrir 10% á þessu ári. Þar ræður  eftirspurn eftir syndaaflausnum í orkumálum vegna mikillar umræðu um hlýnun jarðar. Allir vilja jú geta sýnt fram á það á pappírunum að þeir séu ekki að framleiða vörur með orku sem orsakar útblástur gróðurhúsalofttegunda, þótt þeir geri það samt.

Mengun flutt inn í stórum stíl?

Í staðinn fyrir sölu á uppruna­vottorðum frá íslenskum raforku­fyrirtækjum verða Íslendingar að taka á sig á pappírunum ábyrgð á losunartölum frá erlendum fyrirtækjum sem kaupa vottorðin. Í tölum Orkustofnunar kemur fram að vegna þess að íslensk raforka er að 34% hluta sögð framleidd með kjarnorku þá skrifum við á okkur 0,94 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja kílówattstund. Það skildi eftir sig tæp 19 tonn af geislavirkum úrgangi á árinu 2018.

Íslensk raforka er svo að 55% hluta sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti. Þess vegna tökum við á okkur samkvæmt pappírunum 443,13 grömm af koltvísýringi á hverja kílówattstund af raforku. Það jafngildir því að við höfum verið að losa um 8,8 milljónir tonna af CO2 út í andrúmsloftið á síðasta ári vegna okkar „hreinu“ raforkuframleiðslu.

– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...