Stuðningur við landbúnað í ESB- ríkjum er 58,5 milljarðar evra
Alls runnu 58,5 milljarðar evra til landbúnaðarkerfis Evrópusambandsins, CAP, á árinu 2018, samkvæmt nýlegum tölum Eurostat. Það er um 40% af útgjöldum ESB. Þar af nema beingreiðslur tæpum 41,5 milljörðum evra, eða 70,9%.