Skógar felldir í þjóðgörðum
Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.
Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.
Ræktun kakóbauna til súkkulaðiframleiðslu hefur leitt til gríðarlegrar eyðingar á regnskógum á vesturströnd Afríku og hefur Fílabeinsströndin orðið einna verst úti. Innfæddir kalla kakóbaunir skítugu baunirnar sem hvíta fólkinu finnst svo góðar.
Vinsældir súkkulaðis eru óumdeilanlegar og peningavelta í tengslum við viðskipti með súkkulaði á heimsvísu árið 2014 um 10,3 milljarðar íslenskar krónur. Fullyrðingar um barnamansal og barnaþrælkun í tengslum við kakórækt eru háværar.