Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógar felldir í þjóðgörðum
Fréttir 20. desember 2018

Skógar felldir í þjóðgörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.

Áætluð ólögleg skógareyðing vegna kakóræktunar í suðvesturhluta Fílabeinsstrandarinnar einni það sem af er þessu ári er talin vera tæpir 14 þúsund hektarar, sem er jafngildi um 15 þúsund knattspyrnuvalla.

Stór súkkulaðiframleiðslu­fyrirtæki og stjórnvöld í Gana og Fílabeinsströndinni halda áfram að styðja við framleiðslu kakóbauna og um leið styðja við ólöglega skógareyðingu þrátt fyrir undirskrift alþjóðasamninga um friðun skóga. Fyrirtækin sem ásökuð eru um að kaupa kakóbaunir frá Gana og Fílabeinsströndinni sem ræktaðar eru á landi í þjóðgörðum þar sem skógar hafa verið felldir ólöglega eru meðal annarra Mars, Nestlé og Monndelez, sem allt eru stórir framleiðendur súkkulaðis.

Gervihnattamyndir sýna að margar nýjar og stórar skógarlendur í löndunum tveimur hafa á liðnum árum verið felldar og teknar undir kakórækt.

Verst er ástandið sagt vera á Fílabeinsströndinni og talið að landið hafi misst allt að 90% af skóglendi sínu frá 1960.

Kakórækt í löndunum tveimur er aðallega stunduð af smábændum sem hvattir eru til að halda ræktuninni áfram af milliliðum. Bændunum er sagt að þeir geti ræktað baunirnar hvar sem er án hættu á lögsókn. Bændurnir, sem eru fátækir, fá lágar greiðslur frá milliliðunum sem selja baunirnar svo til fulltrúa vestrænna súkkulaðifyrirtækja sem selja baunirnar með mörg hundruð- eða þúsundföldum hagnaði. 

Auk þess sem verið er að fella skóga er gengið á búsvæði margra dýrategunda með ræktuninni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...