Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Súkkulaði er unnið úr baunum kakóbaunatrjáa.
Súkkulaði er unnið úr baunum kakóbaunatrjáa.
Fréttir 30. október 2017

Súkkulaðiframleiðsla drifkraftur eyðingar regnskóga á Fílabeinsströnd Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun kakóbauna til súkkulaði­framleiðslu hefur leitt til gríðarlegrar eyðingar á regn­skógum á vestur­strönd Afríku og hefur Fílabeinsströndin orðið einna verst úti. Innfæddir kalla kakóbaunir skítugu baunirnar sem hvíta fólkinu finnst svo góðar.

Súkkulaði er unnið úr baunum tiltölulega lágvaxinnar trjátegundar sem á latínu kallast Theobroma cacao. Í dag er heimsframleiðsla á kakóbaunum tæplega fimm milljón tonn á ári.

Velta upp á rúma 10 þúsund milljarða króna

Áætluð heimsvelta með súkkulaði er 83 milljarðar Bandríkjadalir, um 10.385 milljarðar íslenskra króna. Krafan um sífellt ódýrari kakóbaunir hefur leitt til þess að 90% þeirra sex milljón smábænda sem rækta baunirnar lifa langt undir fátækramörkum Sameinuðu þjóðanna og sífellt er leitað eftir ódýrara vinnuafli.

Kakóbaunatré þurfa mikið rými til að vaxa og til að mæta sívaxandi eftirspurn eftir baunum, til að búa til súkkulaði þarf meira ræktunarland.

Allt að 70% af kakóbaunum á heimsmarkaði koma frá Síerra Leóne, Kamerún, Gana og Fílabeinsströndinni. Þar af koma um 40% frá Fílabeinsströndinni enda eru þær um 2/3 af útflutningstekjum landsins. Ástandið er svipað í Gana þar sem 60% útflutningstekna fæst með sölu kakóbauna.

Gríðarleg skógareyðing

Í dag eru 4% Fílabeinsstrandarinnar þakin regnskógi en fyrr á tímum þöktu regnskógar um 25% landsins. Talið er að um 80% regnskóga landsins hafi verið eytt frá 1960.

Er svo komið að innfæddir í landinu kalla kakóbaunir skítugu baunina sem hvíta fólkinu finnst svo góð.
Kakóbaunir og pálmaolía

Stór svæði í regnskógum Fílabeins­strandarinnar hafa verið rudd til að rækta kakóbaunir eins og gert hefur verið í Indónesíu til að rækta pálma til framleiðslu á pálmaolíu. Bæði kakóbaunir og pálmaolía eru hráefni til framleiðslu á súkkulaði. Það er því samhengi á milli skógareyðingar á þessu svæði þrátt fyrir að þau séu hvort í sinni heimsálfunni.

Stærstu kaupendur kakóbauna

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum. Fyrirtækin eru Hershey, Mars, Nestle og Cadbury sem framleiða meðal annars Hershey súkkulaði og kossa, Mars og Snickers, Kit Kat, Crunch, Smarties og Dairy Milk súkkulaði svo fátt eitt sé nefnt.

Svo má náttúrlega ekki gleyma því að það erum við neytendur sem knýjum súkkulaðimarkaðinn áfram.

Skylt efni: súkkulaði

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...