Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.