Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brekkukot
Bóndinn 28. mars 2019

Brekkukot

Magdalena M. Einarsdóttir og Pétur S. Sæmundsson búa í Brekkukoti, Húnavatnshreppi ásamt börnunum sínum, Guðbjörgu Önnu og Einari. Þau fluttu í Brekkukot árið 2000 en Pétur kemur frá Hvolsvelli en Magdalena er frá Hjallalandi í Vatnsdal.  

Bjuggu þau með hross fyrstu árin en árið 2013 keyptu þau 200 gimbrar og nokkra hrúta og hófu sauðfjárbúskap í félagi við foreldra Magdalenu, Sigríði og Einar á Hjallalandi í Vatnsdal.

Býli:  Brekkukot.

Staðsett í sveit:  Húnavatnshreppur, Austur-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Pétur Snær Sæmundsson, Magdalena Margrét Einarsdóttir og börn þeirra Guðbjörg Anna Pétursdóttir og Einar Pétursson.

Stærð jarðar?  Um 300 hektarar.

Gerð bús? Hrossa- og sauðfjárbú. Reyndar er sauðfjárbúið staðsett á annarri jörð, Hjallalandi, þar sem við leigjum aðstöðu hjá foreldrum Magdalenu. Þar rekum við, ásamt þeim, um 1.250 kinda fjárbú, sem kallast Landakot. Einnig erum við með ferðaþjónustu yfir sumartímann.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hrossin eru fjölmörg og ærnar rúmlega 600, okkar hluti. Einnig eigum við nokkra fjárhunda.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Magdalena fer í vinnuna, utan bús, en hún starfar sem kennari við Húnavallaskóla en Pétur fer fram á Hjallaland og gefur ánum ásamt því að sinna öðrum almennum bústörfum í félagi við tengdaforeldra sína.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegastur er sauðburðurinn og heyskapur ásamt réttarstörfum á haustin. Það er ekkert leiðinlegt, bara mis skemmtilegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er. Hvort við verðum komin á fullt í ferðaþjónustu eða hætt í sauðfjárbúskap veit enginn.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst að forysta bænda þurfi að standa þétt saman og vörð um íslenskan landbúnað nú þegar verið er að leyfa innflutning á kjöti til landsins.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spilunum og ekki heldur áfram offramleiðsla á kjöti sem lækkar verð til bænda. 

Einnig mun íslenskum landbúnaði vegna vel ef ekki verða neikvæðar afleiðingar af inn-flutningi á land-búnaðarafurðum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Er ekki bara réttast að einbeita sér að innanlandsmarkaði og tryggja Íslendingum hreinar og góðar matvörur svo ekki þurfi að flytja inn kjöt frá öðrum löndum?

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk og eitthvað sem er runnið út.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folalda- og lambakjöt með því meðlæti sem til er hverju sinni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fæddust um 1.000 lömb á fimm dögum í sauðburðinum, það er að segja um helmingur allra lambanna það vorið. Við vorum hissa á að vera uppistandandi eftir þessa törn. Aðgerðarleysið var hvílíkt næstu daga á eftir, þar sem rólegt tímabil tók við, að borið var á öll tún í maí það vorið til að hafa eitthvað fyrir stafni. 

4 myndir:

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...