Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gerðar
Bóndinn 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum Stefáns, þeim Geir Ágústssyni og Margréti Stefánsdóttur, en undangengin ár hafa fjölskyldurnar staðið sameiginlega að búskapnum.

Býli:  Gerðar.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnes­sýslu, áður Gaulverja­bæjarhreppi.

Ábúendur: Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt fimm dætrum; Melkorku Álfdísi, 15 ára, Margréti Lóu, 12 ára, Kristjönu Ársól, 11 ára, Ásgerði Sögu, 9 ára og Elsu Björk á fyrsta ári. Tveir kettir eru hér til heimilis, Táta og Lykill.

Stærð jarðar? Gerðar ásamt Syðra-Velli 2 og Galtastöðum eru um 400 hektarar.

Gerð bús? Kúabú með nautaeldi.

Fjöldi búfjár og tegundir? 80 kýr, þar af 7 holdakýr, 85 kvígur í uppvexti og 101 naut. 20 sauðfjár, 8 hross og nokkrar hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á fjósverkum og öðrum gegningum. Síðan er unnið að öðrum búverkum sem eftir lifir dags með tilliti til veðurs og árstíðar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur þykja allflest verk skemmtileg en sum störf eru þó meira ergjandi en önnur, eins og til dæmis að berjast við ágang álfta í ræktarlönd sem er okkur ofarlega í huga þessa dagana.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum í fljótu bragði ekki fyrir okkur miklar breytingar en vonandi höfum við tök á að efla reksturinn á flesta lund.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Eins og staðan er í dag teljum við að mikil tækifæri séu til staðar á nær öllum sviðum íslenskrar búvöruframleiðslu ef vel er staðið að málum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, skyr og pítusósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaðir hamborgarar eru alltaf jafn vinsælir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í seinni tíð er það sennilega gangsetning mjaltaþjóns í fjósinu nýverið.

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...