Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skáney
Bóndinn 3. október 2023

Skáney

Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn búskapur. Hross, kýr og kindur. Hrossarækt hefur verið markviss frá því um 1940 en til eru skráðar ættir hrossa frá því fyrir aldamótin 1900. Kúabúskap var hætt fyrir rúmum 2 árum.

Býli: Skáney í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar.


Ábúendur og fjölskyldustærð: Haukur Bjarnason og Randi Holaker ásamt dætrunum Kristínu Eiri, 14 ára og Söru Margréti, 7 ára. Ásamt því að foreldrar Hauks, þau Bjarni Marinósson og Birna Hauksdóttir, búa þar einnig. Á bænum eru 2 hundar og 2 kettir.

Stærð jarðar: Skáney og það sem tilheyrir er um 1.000 hektarar.

Gerð bús: Á Skáney er rekið allsherjar hrossaræktarbú með öllu því sem tilheyrir, ræktun, þjálfun, sala, stóðhestahald og reiðkennsla en bæði Randi og Haukur eru útskrifaðir tamningamenn og reiðkennarar frá Hólaskóla. Randi er auk þess menntuð hjúkrunarfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Reiðmannsins hjá LbhÍ. Einnig eru fáeinar kindur til gamans.

Fjöldi búfjár: Tæplega 100 hross og um 90 kindur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig: Vaknað milli kl. 7–8 og börnum komið af stað í skólabílinn sem kemur kl. 8.00. Skepnum gefið og hirt um þær. Hross þjálfuð allan daginn og snúist í því sem þarf hverju sinni. Reynt að ljúka dagsverkum ekki mikið seinna en milli kl. 19 og 20 á kvöldin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Skemmtilegast að sjá ungviðið komast heilbrigt á legg og springa út. Leiðinlegast: óhöpp og uppákomur hjá dýrum þegar ekkert er hægt að gera fyrir þau og eins þegar vélar og tæki bila.

Hvernig sjáum við búskapinn fyrir okkur eftir 5 ár: Við sjáum hann fyrir okkur með svipuðu
sniði en með betri úrvinnslu á hrossum í keppni og sýningar, jafnvel með aukinni hestatengdri ferðaþjónustu og reiðkennslu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Epli og tómatsósa.

Hver er vinsælasti maturinn: Ærfille, lambalæri og folaldasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Nú í seinni tíð þegar nýtt hesthús og reiðhöll var tekið í notkun 2013.

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...