Íslandsmeistari í golfi
Brynhildur Ylfa er 9 ára Mosfellingur. Hún á tvo eldri bræður og labradorhund sem heitir Dimma. Hún er mikil keppnismanneskja og æfir golf og fimleika af fullum krafti.
Henni þykir mjög skemmtilegt að fara á skíði og í vetur ætlar hún að prófa snjóbretti líka.
Nafn: Brynhildur Ylfa Þóroddsdóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Búseta: Mosfellsbær.
Skóli: Krikaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smiðjur, íþróttir og stærðfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Ég á labrador sem er að verða 5 ára og heitir Dimma.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki.
Uppáhaldskvikmynd: Engin sérstök.
Fyrsta minning þín? Þegar ég og frænka mín, Sara Hlín, vorum í hláturskasti.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi golf og fimleika.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona eða Íslandsmeistari í golfi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppað í sjóinn af bryggjunni á Bíldudal.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um jólin? Hafa kósí með fjöskyldunni minni.
Næst » Ég skora á Söru Hlín Sigurðardóttur að svara næst.