Ullarflíkur frá Álafossi
Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 1981.
Ullarverksmiðjan Álafoss var stofnuð árið 1896 af Birni Þorlákssyni. Hún var í eigu nokkurra aðila til ársins 1968, þegar Framkvæmdasjóður Íslands eignaðist mestallt hlutaféð. Mikill uppgangur var í ullariðnaði hér á landi frá upphafi sjöunda áratugarins til ársins 1982 þegar halla fór undan fæti. Í lok árs 1987 sameinuðust Álafoss og ullariðnaður SÍS á Akureyri í eitt fyrirtæki og varð þá næststærsta iðnfyrirtæki landsins á eftir álverinu í Straumsvík. Álafoss hf. fór í gjaldþrot árið 1991. Ljósmyndari óþekktur.