Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fór í stærsta turn í heimi
Hannyrðahornið 18. september 2018

Fór í stærsta turn í heimi

Andreas Haraldur er nýlega fluttur í Flóahrepp með foreldrum og þremur systrum.  
 
Hann á ættir að rekja til Japans og Þýskalands og langar að heimsækja þessi lönd. Andreas stundar hestamennskuna og er mjög áhugasamur um að rækta hross. 
 
Nafn: Andreas Haraldur Ketel.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Steingeit.
 
Búseta: Lækjarbakki í Flóa.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, vera með vinum mínum.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ef ég má velja hvaða dýr sem er myndi ég klárlega velja úlfinn. 
Ef það er verið að spyrja um dýr í sveit þá segi ég hundur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Á enga uppáhalds­hljómsveit en Khalid er í miklu uppáhaldi núna.
 
Uppáhaldskvikmynd: Rampage.
 
Fyrsta minning þín? Fyrsta minning mín í fljótu bragði var þegar ég var í leikskólanum að Hólum í Hjaltadal að leika mér í stóra skóginum með pabba, mömmu og Kamillu.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og hef mjög gaman af.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Dubai og fór meðal annars í Burj Kalifa, stærsta turn í heimi, með fjölskyldunni.
 
Næst » Þar sem Eva Rut skoraði á mig ætla ég að skora á Soffíu Náttsól sem býr í Forsæti 2.
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...