Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gamaldags jakki og húfa fyrir nýfædda Heiðrúnu Hlín
Hannyrðahornið 19. janúar 2015

Gamaldags jakki og húfa fyrir nýfædda Heiðrúnu Hlín

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Það eru forréttindi að fá að upplifa það að verða langamma. Þetta er fyrsta langömmustelpan mín en fyrir á ég tvo heilbrigða og hrausta langömmustráka. 
 
Þessi jakki gæti verið frá því að amma hennar fæddist. 
 
Jakki
Stærð 1-3, 6-9, 12-18 mánaða.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í sm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Garn:
Baby star sem er til í mörgum litum en við notuðum bleika litinn nr 520. Sjá www.garn.is þar sjáið þið útsölustaðina og litaúrvalið.
Í jakkann og húfuna fóru 2 stk. 100 g dokkur og hefði sennilega dugað  í hosur líka.
Heklunál: nr 3,5 
3 tölur.
 
Aðferð
Jakkinn er heklaður fram og til baka frá hálsmáli að ermaopi, muna að setja hnappagöt hægra megin,  þá eru ermarnar heklaðar í hring að ofan og niður . Síðan er vinstra framstykki, bak og hægra framstykki heklað fram og til baka þar til réttri sídd er náð. Heklaðir takkar meðfram báðum boðungum og kringum hálsmálið.
 
Byrjað á hálsmáli:
Heklið 66-71-71 loftlykkjur laust.
Snúa við og hekla 1 stuðul í 4 loftlykkju frá nálinni* hlaupið yfir 1 loftl.
stuðul í hverja næstu 3 loftl. * endurtakið *-* þar til 2-3-3 loftlykkjur eru eftir hlaupið þá yfir 1 loftl.og heklið stuðul í síðustu  1-2-2 loftl.= 48-52-52 stuðlar þar með taldir 4 stuðlar í byrjun og enda umferðar. Snúa.
 
Nú eru sett prjónamerki frá réttunni.
Stærð 1–3: A merkið við milli 11-12 stuðuls, B milli  17 og 18 stuðuls , C milli  31 og 32 stuðuls og D milli  37 og 38 stuðuls.
 
Stærð 6–9 og 12–18 mánaða:  merkið við A milli 12 og 13 stuðuls, B milli 18 og 19 stuðuls C milli 34 og 35 stuðuls D milli 40 og 41 stuðuls.
 
Færið merkin upp eftir því sem verkinu miðar áfram.
 
Í næstu umferð eru heklaðir stuðull í stuðul nema þar sem merkin eru, þar er aukið út þannig.
 
Heklið þar til 3 stuðlar eru eftir af merkinu, heklið þá 2 stuðla í næsta stuðul og 2 stuðla í næsta stuðul 1 stuðul í hvern af 2 næstu stuðlum en merkið á að vera á milli þessara tveggja stuðla.
 
2 stuðla í næsta stuðul og 2 stuðla í þarnæsta stuðul. Þannig eru auknir út alls 16 stuðlar í umferðinni. 
Þessi útaukning er endurtekin í hverri umferð alls 4-5-7 sinnum. Munið hnappagötin sem eru gerð þannig að í stað þriðja stuðuls frá byrjun á hægra boðungi er gerð 1 loftlykkja og síðan heklað yfir hana í næstu umferð með stuðli.
 
Staðsetning hnappagata : 1–3 mánaða eftir 2-7-12 sm. 
 
6–9 mánaða eftir 2-8-13 sm, 12-18 mánaða 2-8-14 sm.
 
Þar næst er er aukið um 2 stuðla við hvert merki þannig: Þegar 2 stuðlar eru að merkinu eru heklaðir
2 stuðlar í næsta stuðul. 1 stuðull  sitt hvorum megin við merkið og 2 stuðlar í næsta stuðul þetta er endurtekið í hverri umferð 6-6-5 sinnum þá eiga að vera 160-180-204 stuðlar alls í umferðinni  og 11-12-13 umferðir. Geyma.
 
Gangið nú frá endum.
 
Ermar:
Nú eru ermarnar heklaðar hvor fyrir sig stuðull í stuðul yfir  34-38-44 stuðla milli merkjanna A og B í hring. Fækkið eftir 3 sm um 1 stuðul í byrjun og enda umferðar. Endurtakið þetta eftir 3-4-2 sm alls 3-3-6 sinnum þá eiga að vera 28-32-32 stuðlar í erminni. Heklið áfram stuðul í stuðul þar til ermin mælist 12-14-15 sm ( allt í lagi að hafa hana í lengra lagi og bretta til að byrja með upp á hana fremst, hún dugar lengur þannig.) 
 
Nú er heklað munstur :
* 2 loftl , hlaupið yfir ca 1-3 lykkjur 1 fastapinni í næstu lykkju endurtekið allan hringinn þannig að það myndist 11  loftlykkjubogar.   
 
Heklið fastapinna fram á miðjan loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur * 4 stuðlar, 2 loftlykkjur, 4 stuðlar um næsta loftlykkjuboga  1 stuðull um næsta loftlykkjuboga * endurtakið  hringinn.
3 loftlykkjur * 4 stuðlar , 2 loftlykkjur, 4 stuðlar í miðja síðustu tungu 1 stuðul í  stuðulinn í síðustu umferð.* Endurtakið allan hringinn.   Þessi umferð er svo endurtekin þannig að það myndast 3 raðir af tungum.
 
Hin ermin er svo hekluð eins milli merkja C og D.
 
Bolur:
Nú er heklað áfram niður bolinn með munstrinu þannig:
Hekla stuðul í stuðul 25-28-31 stuðla á vinstra framstykki  að merki A en auka jafnframt út um 4-4-5 stuðla jafnt yfir en ekki þó yfir 4 ystu kantlykkjurnar, alls = 29-32-36 stuðlar.
Hekla stuðul í stuðul yfir 42-48-54 stuðla sem er bakstykkið en auka jafnframt út um  8-8-10 stuðla  jafnt yfir  = 50-56-64 stuðlar.
 
 Hekla  síðan stuðul í stuðul yfir 25-28-61 stuðla frá merki D og auka jafnframt út um 4-4-5 stuðla jafnt yfir = 29-32-36 stuðlar. Snúa við.
 
3 loftlykkjur,  stuðull í stuðul í næstu 3 stuðla ( kantur) 3 loftlykkjur hlaupa yfir  2 stuðla * 1 fastpinni í næsta stuðul, 3 loftlykkjur hlaupa yfir 2 stuðla* endurtaka *-* til að jafna og til þess að það verði 30-34-38 loftlykkjubogar gæti þurft stundum að hlaupa yfir 3 stuðla. Þegar 6 eða 7 stuðlar eru eftir af umferðinni eru heklaðar 3 loftl, endað með stuðli í stuðul í næstu 4 stuðla ( kantur)Nú eiga að vera 31-35-39 loftlykkjubogar með 4 stuðlum í hvorum kanti.
 
 3 loftl, 1 stuðull í næstu 3 stuðla haupa yfir næsta loftlykkjuboga * 4 stuðlar, 2 loftlykkjur 4 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 stuðull í næsta loftlykkjuboga.* endurtekið *-*   þar til 2 loftlykkjubogar eru eftir  heklið þá    4 stuðla, 2 loftlykkjur , 4 stuðla í næsta loftlykkjuboga og endið með 1 stuðli í hvern af 4 síðustu stuðlunum ( kantur). Nú ættu að vera komnar 15-17-19 tungur.
 
3 loftl. , 1 stuðull í næstu 3 stuðla* 4 stuðlar. 2 loftlykkjur og 4 stuðlar í miðja næstu tungu í loftlykkjubilið. 1 stuðull í síðasta stuðul* endurtaka *_*  þar til komið er að kantinum þar er heklað stuðull í stuðul eins og fyrr.   
 
Endurtakið þessa umferð. Þar til jakkinn mælist 21-23-24 sm.
 Þegar þangað er komið  er heklað áfram á sama hátt nema núna eru stuðlarnir tvöfaldir               þannig að slegið er tvísvar uppá heklunálina.  Heklað þannig þar til jakkinn mælist 26-23-31 sm frá öxl og niður.
Klippið og gangið frá endum.
 
Nú er heklaður tungukantur upp hægri  boðung, kringum hálsmálið og niður vinstri boðunginn þannig.
3 loftl bandið dregið gegnum fyrstu  loftl. 1 fl , 1 fl í 1 sm fjarlægð, endurtekið.
 
Gengið frá endum. Tölurnar saumaðar í á móti hnappgötunum.
 
Þvegið og lagt til þerris.
 
Húfa:
Húfan er hekluð ofanfrá og niður.
 4 loftl tengdar í hring.
1. umf. Heklið 6 fastal í hringinn.
2-4. umf.  fastal í fastal tengt í hring= 6 fastal.
5. umf. 2 fastal í hverja fastal = 12 fastal.
6. umf. 2 fastal í hverja fastal = 24 fastal.
7. umf. 1 fastal í fyrstu fastal 2 fastal í næstu,  endurtekið hringinn= 36 fastal.
8. umf. 1 fastal í fyrstu 2 fastal, 2 fastal í næstu fastal endurtekið hringinn.= 48 fastal,
9. umf. 1 fastal í hverja fastal næstu 3 fastal 2 fastal í næstu fastal endurtekið = 60 fastal.
10. umf. 3 loftlykkjur * hlaupið yfir 2 fastal með jöfnu millibili er hlaupið yfir 1 fastal alls 6-12-18 sinnum 1 fastal í næstu fastal, 2 loftl * endurtekið  þannig að það verða 22-24-26 loftlykkjubogar.lokið hringnum.
 
11. umf. heklið fl utan um fyrsta loftlykkjubogann að miðju 1 loftlykkja * 2 stuðlar. 1 loftlykkja 2 stuðlar um næsta loftlykkjuboga  1 fastal um næsta loftl boga * endurtakið *-* allan hringinn lokið hringnum. Þá eiga að vera 11-12-13 tungur.
 
12-15. umf.  3 loftlykkjur * 3 stuðlar 1 loftl 3 stuðlar í miðja næstu tungu 1 stuðul í fastalykkjuna á milli frá fyrri uumferð*endurtakið *-* og lokið hringnum.
 
16. umf, 3 loftlykkjur * 3stuðlar 2 loftl 3 stuðlar í miðja næstu tungu 1 stuðull í stuðulinn í síðustu umferð *.endurtakið *-* loka hringnum.
 
17. umf. 3 loftl.* 4 stuðlar , 2 loftl., 4 stuðlar í miðja tungu  1 stuðull í næsta stuðul* endurtakið *-* lokið hringnum og tengið.
 
Þessi umferð er endurtekin þar til húfan mælist  10-11-12 sm frá uppfitjun.
 
Þegar þeirri lengd er náð er heklað á sama hátt nema tvöfaldur stuðull er notaður í stuðlana þannig er heklað þar til húfan mælist 14-15-16 sm. Gangið frá  endum. 
 
Ef vill er gott að hekla band undir hökuna til að húfan tolli betur á kollinum.             
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.