Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Litagleði
Hannyrðahornið 8. apríl 2019

Litagleði

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónuð peysa með laskaúrtöku, skemmtileg hreyfing kemur út með því að prjóna með 1 þræði af Drops Fabel og 1 þræði af Drops Delight.  
 
Veldu þína litasamsetningu en garn í peysuna er á 30% afslætti í mars og kostar því garn í þessa peysu frá 2.583 til 4.305 kr hjá Handverkskúnst – www.garn.is.
 
Stærðir:  
3/4 (5/6) 7/8 (9/10) ára
 
Yfirvídd: 64 (68) 72 (76) cm
Garn: Drops Fabel:
Litur nr 522p túrkis/blár: 150 (200) 200 (250) g og Drops Delight:
Litur nr 04, ljósblár: 150 (200) 200 (250) g 
 
Prjónar: Sokkar- og hringprjónn 60 cm nr 3,5 og 4,5 – eða sú stærð sem þarf til að 18L geri 10 cm með einum þræði af hvoru garni á prjóna nr 4,5.
 
Úrtaka:
Takið úr á réttu þannig: prjónið þar til það eru 5L að prjónamerki, prjónið 2 slétt saman, 2 br, 2 sl (prjónamerki er á milli þessar tveggja lykkja), 2 br, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 sl, lyftið óprjónuðu lykkjunni yfir.
 
Bak- og framstykki
Fitjið upp með einum þræði af hvorri tegund 128 (136) 144 (152) lykkjur á hringprjón nr 3,5. Tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið stroff, 2 sl, 2 br alls 5 cm. Skiftið yfir á prjón nr 4,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50 (54) 58 (62) lykkjur slétt en fækkið lykkjum um 6 (6) 8 (8) lykkjur jafnt yfir um leið (= 44 (48) 50 (54) L slétt), prjónið næstu 14L stroff eins og áður, síðan 50 (54) 58 (62) lykkjur slétt en fækkið lykkjum um 6 (6) 8 (8) lykkjur jafnt yfir um leið (= 44 (48) 50 (54) L slétt), að lokum 14L stroff eins og áður. Það eru nú 116 (124) 128 (136) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram að prjóna slétt prjón og stroff þar til stykkið mælist 10 (11) 12 (13) cm. Aukið nú út um 1L sitt hvoru megin við strofflykkjurnar 14 í hvorri hlið = aukið út um 4L, þessar nýju lykkjur eru prjónaðar slétt, endurtakið útaukninguna þegar stykkið mælist 18 (20) 22 (24) cm. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 26 (29) 32 (35) cm, fellið nú af 8L í miðju á strofflykkjunum í hvorri hlið fyrir handvegi (þ.e. 1 sl, 2 br, 2 sl, 2 br, 1 sl) = 108 (116) 120 (128) lykkjur á prjóninum. Geymið stykkið og prjónið ermar. 
 
Ermar:
Fitjið upp 32 (36) 36 (40) lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Tengið í hring og prjónið stroff, 2 sl, 2 br, alls 5 cm. Skiftið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið þannig: 18 (22) 22 (26) lykkjur slétt, og stroff eins og áður yfir næstu 14 lykkjur. Þegar ermin mælist 10 cm, er aukið út um 1L sitt hvoru megin við strofflykkjurnar, þessar nýju lykkjur eru prjónaðar slétt. Endurtakið útaukninguna með 3 (3½) 3 (3½) cm millibili alls 7 (7) 9 (9) sinnum = 46 (50) 54 (58) lykkjur. Þegar ermin mælist 30 (34) 37 (41) cm er felldar af 8L mitt undir ermi, í miðju á strofflykkjunum (þ.e.1 sl, 2 br, 2 sl, 2 br, 1 sl) = 38 (42) 46 (50) lykkjur á prjóninum. Leggið ermina til hliðar og prjónið aðra eins. 
 
Berustykki: Setjið ermarnar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184 (200) 212 (228) lykkjur. Setjið prjónamerki við öll samskeyti erma og bols = 4 merki. Haldið áfram að prjóna 2 br, 2 sl, 2 br á milli erma og bak- og framstykkis en slétt þar á milli. Prjónið 3 (1) 1 (1) umf og hefjið þá úrtöku fyrir laskalínu – sjá úrtaka. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 13 (15) 16 (18) sinnum. 
 
Jafnframt þegar stykkið mælist 36 (39) 42 (45) cm mælt frá miðju að framan, eru miðlykkjurnar 14 (14) 14 (14) settár á þráð/nælu. Prjónið áfram fram og til baka – samtímis er fellt af í byrjun hverrar umferðar: 1L tvisvar sinnum. Þegar öllum úrtökum er lokið eru 62 (62) 66 (66) lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og takið upp um 20-22 lykkjur meðfram hálsmáli að framan (lykkjur á nælu meðtaldar) = 82 til 92 lykkjur. Prjónið 1 umf slétt yfir sléttar lykkjur og stroff yfir strofflykkjur – og jafnið lykkjufjölda þannig að það verði 6L slétt á hvorri ermi, 26 (26) 30 (30) lykkjur á framstykki og 18 (18) 22 (22) lykkjur á bakstykki sem og 6 lykkjur í laskaúrtöku eins og áður. Það eru nú 80 (80) 88 (88) lykkjur á prjóninum. Prjónið stroff 2 sl, 2 br yfir allar lykkjur – lykkjur á laska eru áfram 2 br, 2 sl, 2 br, teljið út frá þeim hvernig prjóna á yfir sléttu lykkjurnar svo þær falli inn í stroffið. Prjónið um 5 (6) 7 (8) cm, fellið af í sléttum og brugðnum lykkjum. 
 
Saumið saman undir ermum, gangið frá endum. Þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.