Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sarafia – heklað teppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2016

Sarafia – heklað teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Þetta teppi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef heklað svo mörg svona teppi að ég hef ekki tölu á því lengur og útkoman alltaf jafn falleg.

Garn: Kartopu Basak frá Garn.is Litur A: Ljósbrúnn (K855) - 2 dokkur Litur B: Dökktúrkís (K520), Túrkís (K515), Eplagrænn (K442) - 1 dokka af hverjum lit. Heklunál: 3,5 mm Stærð: ca. 80x100 cm

Skammstafanir: sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull.

Ferningur: Heklið 48 ferninga. Í þessu teppi eru 16 ferningar með hverjum lit. Þetta er einungis viðmið og er að sjálfsögðu hægt að leika sér með liti og stærð. Byrjið með lit A. Heklið 5 LL, tengið saman í hring með KL.

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 2 ST inn í hringinn, 3 LL, *3 ST, 3 LL* endurtakið frá * að * 2x til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið bandið og skiptið yfir í lit B.

2. umf: Byrjið í síðasta LL-BILI fyrri umf. Heklið 5 LL (telst sem 1 ST, 2 LL), *sl. 3 ST, [3 ST, 3 LL, 3 ST] allt í næsta LL-BIL, 2 LL* endurtakið frá * til * 2x til viðbótar. Í síðasta LL-BILIÐ er heklað [3 ST, 3 LL, 2 ST], lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

3. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 5 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 5 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

5. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 7 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 7 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið frá og skiptið um lit.

6. umf: Tengið lit A þar sem hætt var í fyrri umf. Heklið 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 9 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 9 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Hekla saman: Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Leggið 2 ferninga saman á réttunni, heklið KL bara í aftari hluta L (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni). Heklað utan um: 1. umf: Tengið lit A hvar sem er í teppinu. Heklið 1 LL, 1 FP í sömu lykkju, 1 FP í hverja L, 1-2 FP í hvert LL-BIL, 3 fp í hvert horn, lokið umf með KL í fyrsta FP. 2. umf: Heklið krabbahekl allan hringinn. Slítið bandið og gangið frá endum. 

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.