Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumarrós
Hannyrðahornið 2. maí 2016

Sumarrós

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir Handverkskúnst, www.garn.is
Hér er heklaður sumarkjóll í boði Elínar Guðrúnardóttur hjá Handverkskúnst.
 
Stærð:
2-3 ára
 
Garn: 
Kartopu Basak, 1 dokka. 
Kartopu Baby Star, 2 dokkur.
Sjá söluaðila um land allt í auglýsingu hér til hliðar.
 
Heklunál: 
3,5 mm og 4 mm
 
Heklfesta:
18 ST x 11 umf = 10 x 10 sm heklað með Basak og 3,5 mm nál.
 
Skammstafanir: 
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, HST = hálfstuðull, ST = stuðull, TBST = tvíbrugðinn stuðull, [hornklofar] = texti innan hornklofa er heklaðir í sömu lykkjuna.
Kjóllinn er heklaður frá hálsmáli og niður. Berustykki er heklað fram og til baka, pils er heklað í hring. Nema annað sé tekið fram byrjar hver umferð á 3 LL sem teljast sem fyrsti ST umferðar. Þegar umferðir eru tengdar saman er það gert með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun. 
 
Berustykki: 
Fitjið upp 67 LL með Basak og 3,5 mm heklunál.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í hverja L út umf. (66 FP)
2. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L (= hægra bakstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L (= útaukning), 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 22 L (= framstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 11 L (= vinstra bakstykki). (70 ST, 4 útaukningar/LL-bil)
3.-11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil. 
Í lok 11. umferðar telur berustykkið 142 ST.
12. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 20 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næsta LL-bil, 1 ST í næstu 42 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næstu LL-bil, 1 ST í næstu 21 L, lokið umf með KL. Snúið við. (88 ST)
Nú hefur berustykkið verið tengt saman, þó er haldið áfram að hekla fram og til baka.
11.-13.umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L út umf, einnig LL sem gerðar voru við ermaop, lokið umf með KL. Snúið við. (100 ST)
Slítið frá. Skiptið yfir í Baby Star og 4 mm heklunál.
 
Pils:
14. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í hverja L út umf, lokið umf með KL í fyrsta FP. (100 FP)
15. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu L, 1 HST í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, [1 TBST, 2 LL, 1 TBST] í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, 1 HST í næstu L, 1 FP í næstu L, sl.1 L*, endurt frá * að * út umf, lokið með KL í fyrsta FP.
16-17. umf: Færið ykkur yfir í næstu L með KL, heklið 3 LL, 1 ST í næstu 3 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L, *1 ST í næstu 4 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L*, endurt frá * að * út umf, lokið umf með KL.
18. umf: Alveg eins og fyrri umf nema [2 ST, 2 LL, 2 ST] í hvert LL bil (= útaukning).
Umferðir 16-18 eru endurteknar 8 sinnum til viðbótar. 
19. umf: Heklið FP í allar lykkjur, 3 FP eru heklaðir í LL-bilið.
 
Frágangur:
Ermaop: Heklið FP í hverja L.
Hálsmál: Byrjað er neðst við op á baki í vinsta bakstykki, heklið FP upp meðfram opi, ca. 1 FP á hverja umf, heklið 3 FP í fyrstu L hálsmáls til að gera horn, 1 FP í hverja L í hálsmáli, 3 FP í síðustu L hálsmáls til að gera horn, FP meðfram opi aftur niður en inn á milli eru heklaðar 3-4 LL til að gera hnappagat Best er að festa tölur á vinstra bakstykki áður en klárað er að hekla niður hægra bakstykki
Gangið frá endum, þvoið kjólinn og leggið til þerris.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir
Handverkskúnst, www.garn.is

3 myndir:

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL