Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumarrós
Hannyrðahornið 2. maí 2016

Sumarrós

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir Handverkskúnst, www.garn.is
Hér er heklaður sumarkjóll í boði Elínar Guðrúnardóttur hjá Handverkskúnst.
 
Stærð:
2-3 ára
 
Garn: 
Kartopu Basak, 1 dokka. 
Kartopu Baby Star, 2 dokkur.
Sjá söluaðila um land allt í auglýsingu hér til hliðar.
 
Heklunál: 
3,5 mm og 4 mm
 
Heklfesta:
18 ST x 11 umf = 10 x 10 sm heklað með Basak og 3,5 mm nál.
 
Skammstafanir: 
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, HST = hálfstuðull, ST = stuðull, TBST = tvíbrugðinn stuðull, [hornklofar] = texti innan hornklofa er heklaðir í sömu lykkjuna.
Kjóllinn er heklaður frá hálsmáli og niður. Berustykki er heklað fram og til baka, pils er heklað í hring. Nema annað sé tekið fram byrjar hver umferð á 3 LL sem teljast sem fyrsti ST umferðar. Þegar umferðir eru tengdar saman er það gert með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun. 
 
Berustykki: 
Fitjið upp 67 LL með Basak og 3,5 mm heklunál.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í hverja L út umf. (66 FP)
2. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L (= hægra bakstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L (= útaukning), 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 22 L (= framstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 11 L (= vinstra bakstykki). (70 ST, 4 útaukningar/LL-bil)
3.-11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil. 
Í lok 11. umferðar telur berustykkið 142 ST.
12. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 20 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næsta LL-bil, 1 ST í næstu 42 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næstu LL-bil, 1 ST í næstu 21 L, lokið umf með KL. Snúið við. (88 ST)
Nú hefur berustykkið verið tengt saman, þó er haldið áfram að hekla fram og til baka.
11.-13.umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L út umf, einnig LL sem gerðar voru við ermaop, lokið umf með KL. Snúið við. (100 ST)
Slítið frá. Skiptið yfir í Baby Star og 4 mm heklunál.
 
Pils:
14. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í hverja L út umf, lokið umf með KL í fyrsta FP. (100 FP)
15. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu L, 1 HST í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, [1 TBST, 2 LL, 1 TBST] í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, 1 HST í næstu L, 1 FP í næstu L, sl.1 L*, endurt frá * að * út umf, lokið með KL í fyrsta FP.
16-17. umf: Færið ykkur yfir í næstu L með KL, heklið 3 LL, 1 ST í næstu 3 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L, *1 ST í næstu 4 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L*, endurt frá * að * út umf, lokið umf með KL.
18. umf: Alveg eins og fyrri umf nema [2 ST, 2 LL, 2 ST] í hvert LL bil (= útaukning).
Umferðir 16-18 eru endurteknar 8 sinnum til viðbótar. 
19. umf: Heklið FP í allar lykkjur, 3 FP eru heklaðir í LL-bilið.
 
Frágangur:
Ermaop: Heklið FP í hverja L.
Hálsmál: Byrjað er neðst við op á baki í vinsta bakstykki, heklið FP upp meðfram opi, ca. 1 FP á hverja umf, heklið 3 FP í fyrstu L hálsmáls til að gera horn, 1 FP í hverja L í hálsmáli, 3 FP í síðustu L hálsmáls til að gera horn, FP meðfram opi aftur niður en inn á milli eru heklaðar 3-4 LL til að gera hnappagat Best er að festa tölur á vinstra bakstykki áður en klárað er að hekla niður hægra bakstykki
Gangið frá endum, þvoið kjólinn og leggið til þerris.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir
Handverkskúnst, www.garn.is

3 myndir:

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.