Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Blast – en ekki plast
Líf og starf 25. maí 2020

Blast – en ekki plast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fimm nemendur við Háskólann í Reykjavík í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er að skoða möguleikann á að vinna með íslenskt bygg þar sem ræktun þess hefur náð ágætri kjölfestu á síðasta áratugnum. Nýsköpun með erfðabreytt bygg hefur verið á mikilli uppleið og ræktun á lífrænu byggi er í uppsveiflu.

Sunna Mímisdóttir, einn af fimmmenningunum, sagði í samtali við Bændablaðið að hópurinn hafi kynnt sér sambærilegar vörur sem hafa komið á markað að undanförnu, til dæmis einnota matarílát og drykkjarmál, hnífapör og drykkjarrör, og rætt við sérfræðinga í efnafræði og lífefnafræði til þess að kanna hvort það væri hægt að nýta bygg í drykkjarrör. „Undirbúningsvinna sannfærði okkur um að þetta væri vel gerlegt og þess vegna ákváðum við að stefna að því að búa til efnið blast, þ.e.a.s. plastlíki úr byggi, bygg + plast = blast.“

Nemendurnir sem að verkefninu vinna eru Bjarni Valur Birgisson, hátækni­verkfræði, Björk Sigurjónsdóttir, tölvunarfræði, Gísli Örn Guðjóns­son, viðskiptafræði, Karen Rós Smáradóttir, sálfræði og Sunna Mímisdóttir, nemi í tölvunar­fræði.

Blast ehf.

„Markmið námskeiðisins er að fara í gegnum ferlið sem fylgir því að stofna nýsköpunarsprotafyrirtæki og við ákváðum að stofna fyrirtækið Blast ehf. Plastmengun er mikil umhverfisvá og þess vegna kviknaði hugmyndin að því að búa til umhverfisvæn drykkjarrör úr íslensku byggi. Öll reynum við að forðast einnota plaströr en þau eru verri en annað einnota plast að því leyti að ekki er hægt að endurvinna þau.

Við vorum líka sammála um að algengustu umhverfisvænu rörin, pappa­rörin, væru alls ekki nógu góð og við vildum því finna betri úrlausn.“

Lífrænt plast

„Til þess að búa til lífrænt plast þarf fyrst og fremst sterkju og glýseról og við prófuðum að búa til frumgerð að efnablöndunni með einfaldri heimatilraun í eldhúsinu. Það reyndist furðu auðvelt að búa til blönduna úr kornsterkju sem keypt var tilbúin og því drógum við þá ályktun að lítið mál væri að gera sambærilega blöndu úr byggsterkjunni.

Við bruggun er sterkjan úr bygginu brotin niður með meskingu en einnig er hægt að ná sterkjunni úr korninu með einföldum hætti án þess að brjóta hana niður. Við gælum einnig við möguleikann um að hægt sé að nýta trefjarnar sem eru í slíðri kornsins til að styrkja efnablönduna og jafnvel búa til annars konar tegund af drykkjarrörum úr stilkum kornsins, en sambærileg rör hafa orðið nokkuð vinsæl erlendis á síðustu mánuðum.“

Sunnu segir að nemendurnir hafi rætt við nokkra eigendur veitingahúsa á Íslandi og þeir sýndu vörunni áhuga. „Búið er að samþykkja tilskipun í Evrópusambandinu sem bannar sölu á einnota plasti og nýverið var lagt fram frumvarp á Alþingi sama efnis. Margir veitingastaðir á Íslandi hafa þegar tekið plaströr úr notkun og einhverjir þeirra hafa tekið í notkun innflutt rör úr hálmi eða hveitistilkum. Aðrir nota papparörin sem fáir væru ánægðir með. Möguleikinn á að fá innlend umhverfisvæn rör vakti mikinn áhuga og vorum við eindregið hvött til að taka hugmyndina lengra.“

Langar að kynna sér byggrækt

Nemendurnir segjast hafa mikinn áhuga á að kynna sér byggræktunina á Þorvaldseyri og komast að því hvernig framleiðsluferlið á bygginu er, allt frá ræktun til neytenda.

„Það væri mjög gaman að komast í samstarf við byggræktendur á Íslandi og láta reyna á þessa nýsköpunarhugmynd okkar. Við vitum að hægt er að nýta sterkju og trefjar í ýmsa gagnlega og umhverfisvæna hluti og vonum að drykkjarrör úr byggi bætist við fjölda umhverfis­vænna lausna í heiminum,“ segir Sunna.

Staðreyndir um plast

  • Aðeins um 9% af plastúrgangi fer í endurvinnslu!
  • 8 tonn af plasti fara í sjóinn á hverju ári!
  • Plaströr eru flokkuð sem einn af helstu mengunarþáttum sjávar!
  • Plaströr eru ekki endur­vinnanleg. Þau geta mengað endurvinnsluferli annars plasts, endað í sjónum eða landfyllingum á urðunar­stöðvum og losað skaðleg efni út í jarðveginn.
  • Bandaríkjamenn nota yfir 500 milljón rör á hverjum degi! Það eru um 175 milljarðar röra á ári!
  • Ef ekkert verður að gert verður meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.

Nemendurnir ítreka að hugmyndin sé á frumstigi og að þeir séu ekki komnir með neinar forsendur til að hefja framleiðslu. „Námskeiðið stendur bara í þrjár vikur og takmarkað sem hægt er að gera á svo stuttum tíma en við höfum mikinn áhuga á að taka hugmyndina á næsta stig en erum ekki komin svo langt.“

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...