Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...