Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hamphúsið sem stendur í Grímsnesinu.
Hamphúsið sem stendur í Grímsnesinu.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 12. desember 2023

Fyrsta íslenska hamphúsið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta íslenska hamphúsið var reist í sumar í Grímsnesinu. Iðnaðarhampur er fjölhæf nytjajurt og talin ákjósanleg til að mynda bæði sem lækningajurt og hráefni til húsbygginga.

Það var arkitektastofan Lúdika sem hannaði og byggði húsið. Úr trefjaríkum stilkunum er búin til hampsteypa sem þykir búa yfir ýmsum eftirsóknarverðum eiginleikum byggingarefnis; til dæmis varðandi kolefnisbindingu, einangrun, gegndræpi, veðrunarþol og þol gegn myglu.

Banni á ræktun aflétt 2020

Ræktun á iðnaðarhampi var bönnuð á Íslandi í mörg ár, en banninu var aflétt árið 2020 – ekki síst vegna baráttu Hampfélagsins sem stofnað var í september árið 2019.

Leyfilegt er að rækta þessa tegund hamps sem inniheldur minna en 0,2 prósent af THC sem er virka vímuefnið í lyfjahampinum, systurplöntu iðnaðarhampsins.

Í blómum og blöðum iðnaðarhamps er efnið CBD að finna, sem talið er að geti haft jákvæð heilsufarsleg og róandi áhrif á fólk, án þess að vera vímugefandi.

Sigurður Hólmar Jóhannesson.

Fæðubótarefni selt sem húðvara

Ræktunin á iðnaðarhampinum hefur stóraukist frá því leyfið fékkst, en áætlað var að um 150 hektarar lands hafi verið teknir undir þessa ræktun á síðasta ári. Sigurður Hólmar Jóhannesson, sem er í ráðgjafaráði Hampfélagsins, segir að í ár sé gert ráð fyrir að ræktað hafi verið á 120– 150 hekturum. Hann segir ólíklegt að ræktunin aukist að ráði fyrr en búið sé að fjárfesta í stórvirkum vinnsluvélum til að vinna efnið.

„Nokkrir bændur eru byrjaðir að rækta hamp innandyra og selja sem te aðallega en einnig í ýmislegt annað. Nokkur félög eru enn þá í vöruþróun fyrir framleiðslu á hampplasti, hampkubbum til bygginga, líni í fatavinnslu og fleira mætti nefna. Hamphúsið í Grímsnesinu er nú tilbúið og í vetur fara fram rannsóknir á loftgæðum, einangrun og fleiru til þess að sjá hvernig húsið stendur sig í íslenskri veðráttu,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um hvað verið sé að vinna úr þessu hráefni öllu. „Bændur eru byrjaðir að kaupa tæki til vinnslu en enn þá vantar styrki frá ríkinu til þess að kaupa stórvirkar vinnsluvélar,“ bætir hann við.

Ruglingslegt lagaumhverfi

Lagaumhverfið sem lýtur að framleiðslu og sölu á hampvörum til heilsubótar hefur verið að vissu leyti ruglingslegt í augum neytenda. Til að mynda hefur ekki verið leyft að selja CBD olíu, sem unnin er úr iðnaðarhampi, sem fæðubótarefni. „Lagaumhverfið er óbreytt,“ segir Sigurður. „CBD er enn þá flokkað sem lyfjaefni og því má aðeins selja það sem húðvöru, þrátt fyrir að margir aðilar séu að selja CBD fæðubótarefni sem er skráð sem húðvara. En það bannar ekkert neytendum að taka inn CBD vörur sem eru framleiddar sem fæðubótarefni.“

Sigurður segir að á döfinni hjá Hampfélaginu sé að halda ráðstefnu um hampinn fljótlega á næsta ári og verður lögð áhersla á lyfjahamp meðal annars. „Hampfélagið frumsýndi nýlega í Bíó Paradís heimildarmyndina Græna byltingin, sem var unnin af kvikmyndafélaginu Hókus Fókus en hún segir frá fyrstu skrefunum í hampræktun á Íslandi, auk þess að fara yfir alla þá möguleika sem plantan býður upp á. Hún er núna aðgengileg í Sjónvarpi Símans.“

Skylt efni: hampur | iðnaðarhampur | Hamphús

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...