Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Líf og starf 23. júlí 2019

Hvanneyrarhátíðið 2019

Höfundur: Hörður Kristinsson

Hvanneyrarhátið 2019 var haldin í einstakri veðurblíðu, glampandi sól og hita fyrr í mánuðinum. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina m.a. til að skoða fjölda gamalla dráttarvéla sem hagleiksmenn hafa gert upp af mikilli alúð. 

Var hátíðin nú líka tileikuð því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta Ferguson dráttarvélin kom til landsins. Hafði Fergusonfélagið veg og vanda af því að koma fjölda véla á sýninguna og reyndar vélum af fleiri gerðum en Ferguson.

Fjóla Benediktsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki og hreppti þar í raun öll sæti með stæl þar sem engin önnur kynsystir hennar mætti til keppni. 

Hápunktur dagsins var án efa keppni í trakorafimi þar sem tólf keppendur sýndu hæfni sína. Fólst keppnin í því að hverjum keppanda var fenginn lensa í hendur sem þeir áttu síðan að nota til að taka upp netahringi á fullri ferð sem hengdir voru á staura og skila þeim í tunnu. Síðan áttu þeir að sýna hæfni sína í að aka eftir planka og slá svo netakúlur af staurum. Gekk þetta greiðlega fyrir sig í byrjun en þegar keppandi númer tvö fór í brautina, Magnús  Magnússon, var greinilegt að hann ætlaði sér sigur og að taka þetta með handafli ef ekki dygði annað til. Fór svo á síðustu tveim póstunum að aflið var svo mikið að lensan, sem var reyndar  búin til úr ósköp venjulegu kústskafti, kubbaðist í sundur í tvígang við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrir þetta hlaut Magnús refsistig sem útilokaði hann frá fyrsta sætinu. Þá var honum afhentur járnkarl í refsiskyni og gert að halda á honum meðan keppnin stóð yfir. Í lok kepnninar mætti Massey Ferguson af nýjustu gerð og sýndi 

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...