Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Líf og starf 23. júlí 2019

Hvanneyrarhátíðið 2019

Höfundur: Hörður Kristinsson

Hvanneyrarhátið 2019 var haldin í einstakri veðurblíðu, glampandi sól og hita fyrr í mánuðinum. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina m.a. til að skoða fjölda gamalla dráttarvéla sem hagleiksmenn hafa gert upp af mikilli alúð. 

Var hátíðin nú líka tileikuð því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta Ferguson dráttarvélin kom til landsins. Hafði Fergusonfélagið veg og vanda af því að koma fjölda véla á sýninguna og reyndar vélum af fleiri gerðum en Ferguson.

Fjóla Benediktsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki og hreppti þar í raun öll sæti með stæl þar sem engin önnur kynsystir hennar mætti til keppni. 

Hápunktur dagsins var án efa keppni í trakorafimi þar sem tólf keppendur sýndu hæfni sína. Fólst keppnin í því að hverjum keppanda var fenginn lensa í hendur sem þeir áttu síðan að nota til að taka upp netahringi á fullri ferð sem hengdir voru á staura og skila þeim í tunnu. Síðan áttu þeir að sýna hæfni sína í að aka eftir planka og slá svo netakúlur af staurum. Gekk þetta greiðlega fyrir sig í byrjun en þegar keppandi númer tvö fór í brautina, Magnús  Magnússon, var greinilegt að hann ætlaði sér sigur og að taka þetta með handafli ef ekki dygði annað til. Fór svo á síðustu tveim póstunum að aflið var svo mikið að lensan, sem var reyndar  búin til úr ósköp venjulegu kústskafti, kubbaðist í sundur í tvígang við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrir þetta hlaut Magnús refsistig sem útilokaði hann frá fyrsta sætinu. Þá var honum afhentur járnkarl í refsiskyni og gert að halda á honum meðan keppnin stóð yfir. Í lok kepnninar mætti Massey Ferguson af nýjustu gerð og sýndi 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...