Kolviður plantar 283 þúsund plöntum í Skálholti
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í landi Skálholts en Kolviður hefur sótt um framkvæmdaleyfi á 113,5 hektara svæði undir skógrækt.
Hluti af skógræktarsvæðinu fer undir stíga, opin svæði, rjóður og slóða. Á skógræktarsvæðinu er gert ráð fyrir að gróðursetja um 283 þúsund trjáplöntur og miðað er við 2.500 plöntur á hektara nýgróðursett. Skógurinn verður opinn almenningi til yndisauka. Gert er ráð fyrir að gróðursetning taki um 5 ár og verði lokið 2027.