Lengi býr að fyrstu gerð
Annan hvern fimmtudag fara mæðgurnar Björk Konráðsdóttir og hin eins árs gamla Heiðdís Vár Unnarsdóttir í göngutúr á bensínstöðina við Stóragerði í Reykjavík til að ná eintaki af Bændablaðinu um leið og það kemur út. „Ég má til með að senda ykkur þessa skemmtilegu mynd af einum yngsta lesanda Bændablaðsins.
Heiðdís Vár er nýorðin eins árs og lætur ekki deigan síga á meðan hún bíður eftir leikskólaplássi eins og svo mörg önnur börn á höfuð borgarsvæðinu. Hún missir ekki af Bændablaðinu, enda ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt þar að finna,“ skrifar Björk, móðir hennar.