Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta í Laufskálarétt og söng svo undir tók í fjöllunum.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta í Laufskálarétt og söng svo undir tók í fjöllunum.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 9. október 2015

Líf og fjör í Laufskálarétt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það gekk allt ljómandi vel í blíðskaparveðri,“ segir Atli Már Traustason, réttarstjóri í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem fram fór 26. september síðastliðinn. Um 400 fullorðin hross og „slatti af folöldum“, eins og Atli Már orðaði það, komu til réttar og er fjöldinn svipaður og verið hefur undanfarin ár. 

Fjöldi þeirra gesta sem fylgjast með réttarstörfum hefur vaxið „og virðist ekkert lát á, það er t.d. alltaf að aukast að útlendingar komi hér, ýmist til að fylgjast með og upplifa stemninguna eða til að taka þátt í smölum,“ segir hann. Lítið sé þó gert í að auglýsa viðburðinn. „Þetta hefur spurst út, við gerum ekki annað en að auglýsa réttardansleik í Svaðastaðahöll en þangað koma að jafnaði 1.600 til 1.700 manns og er mikið fjör.“

Fjöldinn álíka og á góðri bæjarhátíð

Atli Már segir að um 3.000 manns fylgist að jafnaði með Laufskálarétt og þó ekki sé um stærstu stóðrétt landsins að ræða þegar horft er til fjölda hrossa hefur hún vinninginn þegar að mannfjölda kemur. „Þetta er álíka og á góðri bæjarhátíð,“ segir hann.

 Öll gisting í Skagafirði er jafnan uppseld þessa helgi og þátttakendur dreifast víðar um norðanvert landið, dvelja í Húnavatnssýslu eða Eyjafirði. „Þessi helgi er mikilvæg fyrir samfélagið, ferðamannatímabilið er að fjara út á þessum tíma þannig að það er mikil lyftistöng að fá þennan fjölda inn á svæðið, einkum fyrir þá sem selja gistingu og veitingar,“ segir Atli Már.

Töluvert er um að útlendingar sækist eftir að komast með í smalamennsku og leigja þeir sér þá hest til fararinnar.  „Fólk er búið að panta með löngum fyrirvara.  Vonandi er þetta bara komið til að vera,“ segir hann.  

23 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...