Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 29. júní 2023

Mr. Iceland heiðraður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ferðaþjónustubóndinn og hvítlauksræktandinn Hörður Bender á Efri-Úlfsstöðum í Landeyjum var á dögunum útnefndur Sproti ársins 2022 á aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands.

„Auðvitað er jákvætt að fá viðurkenningu og gaman að fá hvatningu frá greininni. Það er gaman að ferðaiðnaðurinn taki svona vel á móti nýjum aðilum í greininni,“ segir Hörður.

Á Njáluslóðum

Starfsemi Harðar og fjölskyldu hans gengur undir nafninu Mr. Iceland. „Mr. Iceland býður upp á hestatengdar menningarferðir þar sem erlendir ferðamenn koma og fá reiðkennslu, hestaferð og íslenska máltíð í hesthúsinu. Þar sem við erum á Njáluslóð segi ég frá nágrönnum mínum, Njáli og Gunnari, og til að gera reynsluna skemmtilegri klæðum við okkur öll í skikkjur áður en við ríðum af stað. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og valdi tímaritið Vanity Fair okkur sem bestu ferðamannaupplifun á Íslandi,“ segir Hörður.

Hvítlaukurinn í hagli og roki

Hörður ræktar líka hvítlauk en vorið reyndist honum erfitt.

„Við erum enn í hvítlauks­baráttunni og settum niður hvítlauk í fyrrahaust sem er kominn upp núna. Vorið í ár var hins vegar ekki til að hjálpa og þegar ég stóð úti í akri og horfði á hvítlaukinn barinn niður af hagli og roki varð ég enn staðfastari í því að ef við ætlum vera betri að rækta grænmeti þá verðum við að byggja upp betri aðstæður með skjóli,“ segir Hörður hlæjandi.

Gulrætur og lífræn ræktun

Það er meira en nóg að gera á Efri­ Úlfsstöðum við alls konar ræktun.

„Við erum að klára núna að gróðursetja sex þúsund tré í skjólbelti ásamt því að hefja okkar lífrænu ræktun á gulrótum.

Við höfum tekið frá um það bil 20 hektara af ökrum sem verða lífrænt svæði. Í ár setjum við niður í 5 hektara og hvílum hina akrana en það er svokölluð skiptiræktun,“ segir Hörður.

Hörður nýtir lystisemdir nærumhverfisins þar sem sagan, menningin, náttúran, maturinn og hestarnir eru allt í öllu.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...