Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Líf og starf 30. júní 2020

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr,  Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Samaneh er fædd í Teheran árið 1984 og segist hafa brennandi áhuga á kennslu í landslagsarkitektúr og að hún sé ánægð með að vera komin til starfa hjá LbhÍ.
„Kennsla höfðar einstaklega vel til mín, sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar sem felst í henni.

Sem landslagsarkitekt og fræðimaður hef ég tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir og er það mér heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum  lektorsstöðu hér á Íslandi,“ segir Samaneh.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza-háskólanum í Róm meistararitgerð sína í landslags­arkitektúr, Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation.
Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur og tók þátt í fjöl­breyttum verkefnum, meðal annars við endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfis­fræðum frá Sapienza í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna.

Frá árinu 2014 til maí 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessors Franso Zagari og prófessors Fabio Di Carlo í Sapienza-háskólanum í Róm. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...