Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr.
Líf og starf 30. júní 2020

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr,  Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Samaneh er fædd í Teheran árið 1984 og segist hafa brennandi áhuga á kennslu í landslagsarkitektúr og að hún sé ánægð með að vera komin til starfa hjá LbhÍ.
„Kennsla höfðar einstaklega vel til mín, sérstaklega vegna mannlegu tengingarinnar sem felst í henni.

Sem landslagsarkitekt og fræðimaður hef ég tileinkað mér umhverfisfræði og heildrænar lausnir og er það mér heiður að fá að leggja mína reynslu á vogarskálarnar og taka þátt í akademíska fræðaheiminum í gegnum  lektorsstöðu hér á Íslandi,“ segir Samaneh.

Árið 2013 varði hún með láði frá Sapienza-háskólanum í Róm meistararitgerð sína í landslags­arkitektúr, Landscape for river reclamation: Meuse river- its floodplain system, identity, and transformation.
Eftir brautskráningu vann hún fyrir ýmsar landslags- og arkitektastofur og tók þátt í fjöl­breyttum verkefnum, meðal annars við endurnýjun borgarsvæða til grænna lausna og áveitukerfa.

Samaneh hóf doktorsnám 2014 og lauk Ph.D. gráðu í landslagsarkitektúr og umhverfis­fræðum frá Sapienza í mars árið 2018. Doktorsverkefni hennar hlaut ECLAS verðlaunin árið 2018 í flokki framúrskarandi nemendaverkefna.

Frá árinu 2014 til maí 2020 hefur hún gegnt stöðu aðstoðarkennara prófessors Franso Zagari og prófessors Fabio Di Carlo í Sapienza-háskólanum í Róm. 

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...