Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. mars 2019

Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. 

Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. 

Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær  hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. 

Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því.

6 myndir:

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...