Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 7. júní 2024

Rafbók um býflugur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ingvar Sigurðsson, býflugnabóndi í Hveragerði, gefur út 130 síðna rit um býflugnaræktun.

Höfundurinn Ingvar Sigurðsson

Bókina verður hægt að nálgast endurgjaldslaust á vefsíðunni byfluga.is á næstu dögum. Ingvar segir í fréttatilkynningu að honum hafi fundist vanta aðgengilegar upplýsingar um býflugnaræktun á íslensku. Ritverkið er handbók um þau atriði sem þarf að hafa í huga við upphaf býræktunar, býkúpur, klæðnað, fóður, verkfæri og fleira. 

Lifandi verkefni

Ingvar segir hugmyndina vera þá að bókin verði opið verkefni sem geti þróast með tímanum. Lesendur geti því sent inn breytingartillögur og komið með ábendingar um efni sem hægt væri að bæta við. „Á þann hátt getur bókin stækkað og orðið að meira gagni með tíð og tíma,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá kemur fram að í bókinni sé farið yfir yfirvetrunaraðferðir sem hafi gefið góða raun á norrænum og köldum slóðum, eins og í norðanverðum Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og víðar. Býflugnadauði hafi gert íslenskum bændum erfitt fyrir, en með réttum búnaði og aðferðum sé hægt að minnka afföllin verulega.

Hentar með landbúnaði

Jafnframt kemur fram að býflugnaræktun geti hentað með landbúnaði, en uppskera repjufræja geti aukist um fimmtán prósent í návígi við býflugnabú. Þeir sem rækti iðnaðarhamp geti safnað miklu frjói, sem sé verðmæt fæða. Þá skapi skógrækt góðar aðstæður fyrir býflugurnar.

Bókarhöfundurinn segist hafa unnið verkefnið í kyrrþey og upp á eigin spýtur. Hann sé ekki skráður í Býflugnaræktendafélagi Íslands, en sé hluti af litlum hóp ræktenda sem hafi flutt inn býflugur frá Álandseyjum. Frá árinu 2000 hefur hann viðað að sér miklum fróðleik um búgreinina og ræktað býflugur sjálfur frá 2019.

Skylt efni: býflugur

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...