Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. september 2020

Ríkisstjórnin veitti 25 milljónum króna í refilinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálu-reflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. 

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma upp sýningu á reflinum nemi um 50 milljónum króna.  

Nokkrar hressar konur á Hvolsvelli komu saman í síðustu viku og tóku síðustu saumsporin í refilinn. Eftir það var honum rúllað upp og hann látinn bíða þar til hann verður settur upp í varanlegt sýningarrými á Hvolsvelli. 

Það voru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem hófu verk-efnið fyrir sjö árum og sjö mánuðum. Mun betur gekk að sauma refilinn en þær reiknuðu með því þær höfðu gefið sér tíu ár í verkefnið. 

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri færði konunum blómvönd frá sveitarfélaginu þegar síðustu saumsporin voru tekin í refilinn. Hér eru þær frá vinstri, Christina, Lilja, Kristín Ragna og Gunnhildur.

Refillinn er saumaður með völdu íslensku ullargarni sem er sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið, refilsaumur er forn útsaumur sem stundaður var á víkingaöld. Saumaskapurinn hefur verið að mestu framkvæmdur af íbúum í sveitarfélaginu en auk þeirra hafa um 2.000 manns saumað í refilinn með leiðsögn.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari, listamaður og bókmenntafræðingur, er hönnuður Njálurefilsins. 

Skylt efni: Njálu-refillinn

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...