Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Seldist upp á fyrsta ári
Líf og starf 3. ágúst 2023

Seldist upp á fyrsta ári

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jökla rjómalíkjör kom á markað fyrir tveimur árum og hafa viðbrögð neytenda verið framar vonum að sögn Péturs Péturssonar, stofnanda Jöklavin.

Jökla rjómalíkjör er að megninu til framleitt úr ferskri íslenskri mjólk. Pétur segist stefna á að hún verði blönduð saman við mysualkóhól en slík vinnsla er í þróun á Sauðárkróki.

„Fyrsta árið var algjör sprengja og var hann uppseldur á smátíma. Einnig hafa bændur sagt vöruna skemmtilega viðbót í mjólkurframleiðsluna og hafa gaman af að bjóða upp á Jöklu með kaffinu.“ Hann segir að hótel- og veitingageirinn sé að taka við sér, Jökla er því á boðstólum víða um land. Bæði framleiðsla og sala hefur því aukist jafnt og þétt. Framleiðslan hefur fengið styrk frá Matvælasjóði og var sá stuðningur nýttur í gerð heimasíðu og uppskriftarbæklings auk markaðstengdra athafna á borð við landbúnaðarsýninguna í Laugardal árið 2022. Pétur segir að slíkt kynningarstarf skili sér beint í aukinni sölu. Á döfinni er ný bragðtegund Jöklu. „Nokkrar fyrirspurnir hafa komið beint til okkar erlendis frá og einnig í gegnum sendiráð Íslands um sölu á vörunni erlendis og ég vonast til að Jöklu verði að finna í hillum verslana á erlendri grundu innan skamms. Pétur hefur verið hluti af Samtökum smáframleiðenda frá stofnun. „Litlir framleiðendur verða stórir í slíkum félagsskap því saman myndum við stóra einingu sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Við fáum góða afslætti innan framleiðslunnar og við dreifingu, einnig fræðslu og svo eru haldnir viðburðir þar sem við fáum tækifæri til að koma vörunum okkar á framfæri.“

Skylt efni: Jökla

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...