Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að betra lífi. Þann þankagang ætti hann að nýta til að virkja þá hluti sem hafa verið að gerjast innra með honum, enda kemur á óvart hvað getur orðið þegar boltinn fer að rúlla. Líkamlegt atgervi hans er með besta móti og innri ró með ágætum. Happatölur 5, 15, 26.

Fiskurinn fékk viðurkenningu á ágæti sínu nýverið, en þarf að gæta þess að dramb verði honum ekki að falli. Heldur mætti hlýða á jákvæðar athugasemdir með hógværð, taka þær til sín og halda þeirri vegferð við. Fiskarnir þurfa að hreyfa sig og gæta jafnt að líkamlegri heilsu sem andlegri. Happatölur 8, 32, 90.

Hrúturinn hefur farið víða á nýju ári, ef ekki út fyrir landsteinanna, þá innra með sér. Hann á oft í togstreitu við sjálfan sig fyrstu mánuði hvers árs og þarf að gæta þess að lundarfarið sé á jákvæðum nótum. Gott væri að vera í námunda við vatn, ganga meðfram ám, við fjöruborðið eða stunda laugar. Happatölur 15, 76, 13.

Nautið þarf enn og aftur að rífa sig upp úr letinni og hefja virkjun þess sem þarf að framkvæma. Ágætt væri að gera lista sem hægt væri að haka við enda nautinu tamt að ljúka við það sem það „ á að gera“ þegar það stendur skýrum stöfum fyrir framan það. Einhverjar hræringar eru í ástarmálunum. Happatölur 24, 35, 16.

Tvíburarnir er með værðarlegasta móti og fer hægt inn í árið. Sem eitt ötulasta merkið má hann með sanni njóta rólegheitanna og jafnvel nýta tímann í innri íhugun. Velta hlutum fyrir sér og sjá fleiri hliðar á málum sem hafa verið að raska ró hans. Atvinnumálin eru með ágætum og sér hann fram á aukna innkomu sem verður stöðugri en áður. Happatölur 3, 18, 56.

Krabbinn hefur átt við veikindi að stríða og ætti að hlúa vel að sjálfum sér. Gæta þess að hlúa að andlegu hliðinni líka enda er hún í beinu sambandi við líkamlega kvilla. Eitthvað er um ferðalög á næstunni sem verða krabbanum til mikillar lukku á margvíslegan hátt. Þeir sem eru einhleypir geta átt von á nýjum félaga í líf sitt. Happatölur 13, 82, 46.

Ljónið siglir áfram hægum byr sínum enda reisir það ekki makkann almennilega fyrr en í sumarbyrjun. Ýmissa breytinga er að vænta hjá ljóninu, en hvort þær verða til góðs eða slæms veltur algerlega á því sjálfu. Rétt er að hafa sjálfstraustið með mesta móti, en láta ekki hroka eða óöryggi skemma fyrir sér. Happatölur 10, 21, 76.

Meyjan þarf að halda striki sínu er varðar ákvarðanir er teknar voru í upphafi árs. Þær vega mikið og mun útkoman í árslok koma verulega á óvart ef vel er haldið á spöðunum. Hreyfing er nauðsynleg og félagslegi þátturinn þyrfti að vera sterkari. Einnig ætti meyjan að vinna í að efla nánari vinasambönd. Happatölur 8, 43, 29.

Vogin er þekkt fyrir persónutöfra sína, hvort sem hún gerir sér grein fyrir því eða ekki. Sjálfstraust hennar mætti því hækka um nokkur stig og enn fremur væri henni gott að efla tengslanetið í kjölfarið. Mál hjartans eru henni hugleikin um þessar mundir, en engar óvæntar uppákomur eru í kortunum. Happatölur 8, 15, 32.

Sporðdrekinn má eiga von á verulegum breytingum um þessar mundir, jafnvel undir yfirborðinu sem munu hugnast honum með komandi tíð. Kaup og sala á fasteignum ættu að ganga vel, en gæta þarf þess að hafa alla pappíra á hreinu. Óvænt lukka í formi vinninga ætti að gleðja einhverja. Happatölur 1, 94, 33.

Bogmaðurinn hefur staðið keikur af sér ýmislegt sem á hefur dunið og nú er komið að því að njóta góðs af. Hann má vera rór yfir komandi vikum og mánuðum, enda stefnir allt í lygnari sjó. Tilvalið er að leggja línurnar fyrir þau ferðalög sem eru í kortunum, innanlands eða utan, og ekki hika við að heimsækja þá staði sem hjartað þráir. Happatölur 6, 57, 89.

Steingeitin þarf að tileinka sér annan þankagang en viðgengst hefur. Engum er hollt að halda í gamlar kreddur, en slíkt breytist ekki nema að litið sé á málin frá hliðum annarra. Ástarmálin eru í brennidepli, ný tækifæri birtast auk þess styrkjast enn fremur þau bönd sem fyrir eru. Mundu að ástin sigrar allt. Happatölur 15, 66, 21.

Skylt efni: stjörnuspá

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...