Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu í kennslurými og stúdentagarða. Í mars fluttu fyrstu stúdentarnir í nýjar íbúðir og er stefnt að því að koma öllum íbúðunum í útleigu fyrir lok maí.

Búið er að innrétta allar stúdentaíbúðir FS í Sögu. Menntavísindasvið HÍ flytur þangað sumarið 2024.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur höfuðstöðvar sínar í Sögu sumarið 2024.

Íbúðirnar voru hannaðar af Félagsstofnun stúdenta (FS) í samstarfi við Andrúm arkitekta, sem hafa yfirumsjón með endurbótum á húsnæðinu að utan sem innan. Innréttingarnar sem voru áður í herbergjunum voru ónýtar og ekki hægt að nýta neitt sem var áður. FS flutti inn nýjar innréttingar smíðaðar í Litáen.

FS mun nýta fjórðung hússins og lýkur sínum framkvæmdum núna í maí. Háskóli Íslands hefur yfirráð yfir því sem eftir stendur og er áætlað að öllum endurbótum verði lokið á næstu tveimur árum.

Íbúðirnar eru ferns konar, allt frá því að vera 20 fermetra stúdíóíbúðir, upp í 43 fermetra íbúðir. Flestar íbúðirnar eru 25 fermetrar. Stúdentar sem sækja um húsnæði hjá FS geta óskað sérstaklega eftir að flytja á Sögu. Jafnframt geta núverandi leigjendur hjá FS óskað eftir milliflutningi þangað.

Áætlað er að kennsla hefjist á haustönn 2024. Mjög fjölbreyttar kennslustofur verða í húsinu sem geta þjálfað tilvonandi kennara í bóklegum fögum og sérhæfðum verklegum greinum. Lágmarksbreytingar verða gerðar á ráðstefnusölum á annarri hæð. Súlnasalur mun að mestu halda sér og mun m.a. nýtast við leiklistar- og tónlistarkennslu. Skrifstofurýmin á þriðju hæð, þar sem höfuðstöðvar Bændasamtaka Íslands voru áður, verða nýtt án breytinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- og tæknisviði HÍ er stefnt að því að hafa Grillið sem fjölnota sal. Endanleg útfærsla er ekki komin á hreint, en vilji er fyrir að halda áfram veitingaþjónustu.

Húsnæðið heitir ekki lengur Bændahöllin og hefur skiltið á hlið
hússins verið fjarlægt.

Skylt efni: Bændahöllin

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...