Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hörður Guðmunds­son, eig­andi flug­fé­lags­ins Ern­is og Guðni Ágústs­son stilla sér upp til mynda­töku með gimbrinni Flug­freyju, dótt­ur­dæt­ur Guðna, Eik og Eva Arn­ars­dæt­ur. Aftari röð: Ágúst Ingi Ket­ils­son, Al­dís Þór­unn Bjarn­ar­dótt­ir, Geir G
Hörður Guðmunds­son, eig­andi flug­fé­lags­ins Ern­is og Guðni Ágústs­son stilla sér upp til mynda­töku með gimbrinni Flug­freyju, dótt­ur­dæt­ur Guðna, Eik og Eva Arn­ars­dæt­ur. Aftari röð: Ágúst Ingi Ket­ils­son, Al­dís Þór­unn Bjarn­ar­dótt­ir, Geir G
Mynd / HKr.
Líf og starf 26. nóvember 2018

Var henni gefið nafnið Flugfreyja

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sá óvenjulegi heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis  sunnudaginn 11. nóv­ember, að þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafn með viðhöfn. 
 
Eigandi kindarinnar, Guðni Ágústs­son, fyrrverandi landbúnaðar­ráðherra, var þar mættur ásamt fríðu föruneyti til að taka á móti kindinni. 
 
„Þetta er gert for­ystukind­inni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bónd­ann heim,“ seg­ir Guðni.
 
Hóp­ur manna kem­ur ár­lega sam­an á kótilettu­kvöldi í Þing­borg í Flóa til að safna fé til styrkt­ar út­gáfu Flóa­manna­bók­ar. Þar eru kálf­ar og ýms­ir aðrir vinn­ing­ar í verðlaun í happ­drætti og síðustu þrjú árin hef­ur einnig verið meðal vinn­inga for­yst­ugimb­ur frá Skúla Ragn­ars­syni, bónda á Ytra-Álandi í Þistil­f­irði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kind­ina. Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur.
 
Guðni hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, og bað hann um að sækja fyrir sig svörtu gimbrina og koma henni suður. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur á sunnudag.
 
Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli. Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, hellti yfir hana sunnlensku rigningarvatni úr glasi og gaf henni nafnið Flugfreyja. 
 
Jónína Guðmundsdóttir, eiginkona Harðar og meðeigandi í flugfélaginu Erni, gaf Guðna Ágústsyni fyrsta bitann af tertunni góðu. Næstur í röðinni var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni hinn mesti.  
 
Guðni segir að Geir Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa, muni fóstra gimbrina fyrir sig. Vænti Guðni þess að Flugfreyja muni fara fyrir kindahjörð hans, en hún verður þó ekki eina forystukindin í þeirri hjörð. „Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni. 
 
Við athöfnina var boðið upp á veglega tertu með nafni Flugfreyju  undir mynd af henni sjálfri. Þá lýsti Ólafur R. Dýrmundsson stuttlega þessu einstaka fjárkyni. 
 
Árið 2015 var forystufé tekið um borð í Bragðörkina (Ark of Taste) hjá Stofnun Slow Food um líffræðilegan fjölbreytileika. Komst forystukindin þar inn ásamt sauðkindinni og landnáms­hænunni. 
 
Í Bragðörkinni er safnað saman gæðamatvælum sem eru talin búa yfir menningarlegu verðmæti og í útrýmingarhættu; til að mynda búfjár­kynjum, ávaxta- og græn­metis­tegundum, ostum, verkuðu kjöt- og fiskmeti og korn­afurðum. Um 2.700 skráningar eru nú yfir matvæli í Bragðörkinni og eiga Íslendingar 13 þeirra.

4 myndir:

Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.

Kýrbyrjunin eða Cow opening
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. ...

Sparneytinn sjö manna jepplingur
Líf og starf 31. október 2024

Sparneytinn sjö manna jepplingur

Bændablaðið fékk til prufu Kia Sorento Plug-in Hybrid. Hér er á ferðinni stór sj...

Limrur og léttar hugleiðingar
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðinga...

Húllumhæ á áttræðisafmælinu
Líf og starf 30. október 2024

Húllumhæ á áttræðisafmælinu

Árið 1944 var Leikfélag Blönduóss formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fr...

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt
Líf og starf 30. október 2024

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt

Þann 5. október síðastliðinn lauk ævintýralegri viku sem haldin var að frumkvæði...

Fjölmenningarhátíð í Aratungu
Líf og starf 29. október 2024

Fjölmenningarhátíð í Aratungu

Menning hinna ýmsu landa verða í forgrunni á fjölmenningarhátíð í Aratungu í Blá...