Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reynir Jónsson í gúrkuskála gróðrarstöðvar Reykáss. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku, gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd.
Reynir Jónsson í gúrkuskála gróðrarstöðvar Reykáss. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku, gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd.
Mynd / HKr.
Líf og starf 16. desember 2019

„Tínum gúrkur alla daga vikunnar – líka á jóladag“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hjónin Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir reka Reykás ehf., gróðrarstöð  í Miðfellshverfinu við Flúðir. Þar rækta þau gúrkur, tómata, salat. - „Við erum að framleiða á milli 2.000 til 3.000 gúrkur á dag sem gerir yfir 200 tonn á ári,“ sagði Reynir er tíðindamaður Bændablaðsins kíkti til hans í heimsókn á dögunum. 
 
Staðan á íslenskum grænmetismarkaði í dag er þannig að þar ættu að öllu eðlilegu að vera miklir möguleikar fyrir íslenska garðyrkjubændur að auka sína framleiðslu. Þá hafa menn marga lykilþætti hér á landi til ræktunar sem ekki er víða að finna í öðrum löndum, eins og næga græna orku, jarðhita og hreint vatn í miklum mæli. Aðstæður eru samt þannig að hlutdeild íslenskrar grænmetisframleiðslu á markaðnum hefur dregist saman úr því að vera 75% árið 2010 í 52% árið 2018 af heildarsölu upp á 22.362 tonn. Ástæður þessarar neikvæðu þróunar eru taldar margþættar, eins og hækkandi orkuverð og minnkandi tollvernd. Garðyrkjubændur hafa varað mjög við þessari þróun enda lítil skynsemi í því að flytja inn með flugvélum og skipum nærri ellefu þúsund tonn af grænmeti á sama tíma og hávær krafa er um að draga úr loftmengun í heiminum. 
 
Í Reykási eru framleiddar gúrkur alla daga ársins 
 
„Við erum að tína gúrkur alla daga vikunnar, líka á jóladag. Það er verið að tína af plöntunum á hverjum einasta degi. Plantan gefur okkur engan frið og vex eiginlega eins og illgresi. Plantan vex um svona 70 sentímetra á viku þannig að maður sé dagamun á henni. Gúrkuræktin er því mjög mannaflsfrek og kallar á mikla umhirðu. Það er aldrei hægt að sleppa þar úr degi. Gúrka sem er 300 grömm í dag er eftir tvo daga orðin 500–600 grömm að þyngd. Við þurfum að passa vel upp á að tína á réttum tíma, því markaðurinn vill bara 350 gramma gúrkur. Ef sumarið er mjög gott þurfum við að tína af plöntunum tvisvar á dag til að halda í horfinu.“
 
Segir Reynir að hver planta sé nýtt í 12 til 13 vikur, en þá er henni hent út og ný planta sett í staðinn. Plönturnar byrja að gefa af sér gúrkur þegar þær hafa náð ákveðinni hæð, en fara að dala í framleiðslunni að um þrem mánuðum liðnum. Eru plönturnar þannig tímasettar gagnvart endurnýjun að framleiðslan í húsinu verður stöðug og jöfn. 
 
– Hvað þarf til að viðhalda slíkum vexti?
„Það þarf mikið af kolsýru, ljósi og vatni auk næringarefna, en gúrkur eru um 95% vatn. Það þarf því mikið vatn í svona framleiðslu og hér er vökvað á um 20 mínútna fresti yfir vetrartímann og nær stöðugt yfir sumartímann.“
 
Í þessum tölum Hagstofu Íslands sést vel þróun grænmetismarkaðarins á Íslandi frá 2010 til 2018. Hlutdeild íslenskra framleiðenda á markaðnum hefur fallið úr 75% í 52%. Þrátt fyrir allt tal um vegan, grænkera og mikilvægi grænmetisneyslu, þá hefur neyslan líka greinilega dregist saman miðað við það magn sem kemur inn á markaðinn, eða úr rúmum 24.976 tonnum árið 2010 í tæp 22.362 tonn árið 2018. Samdráttur hefur verið í framleiðslu á flestum grænmetistegundum á Íslandi, nema helst í gúrkum þar sem framleiðsla hefur aukist úr 1.458 tonn í 1.927 tonn á þessu tímabili. 
 
Það þekkist hvergi nema á Íslandi að framleiða grænmeti með hreinu drykkjarvatni
 
- Þykir það ekki dálítið sérstakt að geta verið með hreint drykkjarvatn í svona ræktun eins og gert er á Íslandi?
„Það gerist hvergi annars staðar í heiminum. Yfirleitt er bændum í öðrum löndum ekki boðið upp á að nota annað en margendurnýtt vatn frá hreinsistöðvum. Það er vatn sem við myndum í besta falli telja annars flokks. Það er alveg einstakt að geta drukkið sama vatnið og við erum að vökva plönturnar með og notum til að þrífa bílana okkar. Svona þekkist hvergi annars staðar í heiminum og er gríðarlega mikils virði.“
 
Íslensku gúrkurnar standa vel gagnvart innflutningi
 
– Hvernig standið þið þá í samkeppni við innflutning?
„Það er nánast enginn innflutningur á gúrkum þrátt fyrir að engir tollar séu á þeim og tómötum. Þegar einhverjar sveiflur eru í íslensku framleiðslunni hafa menn verið að reyna að flytja inn gúrkur en maður sér að þær seljast illa og eru dýrar.“
 
Framleiðsla á íslenskum tómötum hefur gefið eftir
 
„Að öllum líkindum hefur íslenska tómataframleiðslan eitthvað minnkað og því hefur meira verið flutt inn,“ segir Reynir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur tómata­framleiðslan hér á landi verið að dragast saman ár frá ári, eða úr 1.652 tonnum árið 2010 í 1.213 tonn árið 2018. Á sama tíma hefur innflutningur aukist úr 583 tonnum í 1.549 tonn. 
 
„Það dugar að það komi lélegt sumar hér til að öll framleiðsla dragist saman. Í fyrra bilaði kolsýruverksmiðjan auk þess sem það var mjög skýjað og dimmt yfir. Því minnkaði framleiðslan. Nú er búið að vera gott sumar og framleiðslan því góð.
 
Við erum að framleiða hér um eitt til eitt og hálft tonn af tómötum á viku. Það er rólegra yfir þeirri framleiðslu en í gúrkunum og aðeins verið að tína þrisvar í viku og frí um helgar. Líftími plantnanna í framleiðslu er líka lengri en í gúrkunum. Við erum að skipta tómataplöntunum út á sex mánaða fresti. Það er því mun minni vinna við tómataræktina en gúrkuframleiðsluna.“
 
Engin eiturefnanotkun við framleiðsluna
 
Reynir segir að mikið sé lagt upp úr heilnæmi grænmetisins sem ræktað er í Reykási. Því séu eingöngu notaðar lífrænar varnir með skordýrum til að eyða óværu sem upp getur komið.  
 
„Við höfum ekki notað eitur af neinu tagi í þessari stöð síðan 2007. Við notum lífrænar varnir, og síðan klór, vetnisperoxíð (sem notað er til sótthreinsunar) og sápur ef þess þarf. Við getum einfaldlega ekki notað eitur þegar við erum með lífrænar varnir, því það drepur þær líka. Ef menn nota eitur til að losna við óværu, þá eru menn komnir í vítahring eiturefnanotkunar. Bændur velja því hvort þeir noti lífrænar varnir eða eitur, þar er ekki til nein málamiðlun. Eitur er bara liðin tíð í svona framleiðslu.
 
Lífrænar varnir er stór liður í að skapa íslenskri ylrækt sérstöðu. Þótt menn noti líka lífrænar varnir í útlöndum er það miklu erfiðara, því stöðugt koma nýjar og nýjar plágur sem ekki er hægt að fá lífrænar varnir við. Við erum laus við slíkt hér. 
 
Ef við tölum um eiturnotkun þá getum við svo sem valið hér á landi um fimm tegundir eiturefna á meðan kollegar okkar í Evrópu geta valið úr um 30 tegundum efna. Þeir geta líka keyrt milli Þýskalands, Hollands, Belgíu, Frakklands og Spánar og alltaf sótt sér eiturefni þótt þau séu bönnuð í heimalandinu. Þetta eru staðreyndir sem menn vita af og ekkert er gert í að stoppa. 
 
Auk þess þá vita neytendur í Evrópu sjaldnast hvaðan grænmetið eða aðrar landbúnaðarafurðir eins og kjúklingar koma. Kjúklingar í dönskum umbúðum geta allt eins verið upprunnir í Asíu,“ segir Reynir.
 
Ræktun á tómötum á Íslandi hefur verið að gefa eftir á síðustu árum, allavega hvað magn snertir. Framleiðsla á smátómötum hefur þó verið að aukast verulega en dugar skammt til að halda uppi markaðshlutdeildinni. 
 
Segir Evrópusambandinu stjórnað af stórfyrirtækjum
 
Reynir liggur svo sem ekki á skoðunum sínum gagnvart Evrópu­sambandinu og bendir á að grunnurinn að stofnun þess hafi verið viðskiptabandalag í verslun með stál. Að grunni til byggist Evrópusambandið enn á sömu lögmálum sem snúast fyrst og síðast um að tryggja frelsi athafnamanna til að hafa viðskipti án nokkurra hindrana.  
 
„Evrópusambandinu er stjórnað af stórfyrirtækjum. Ríkum pótintátum þar sem gróðahyggjumenn eru oft og tíðum við stjórnvölinn. Þess vegna fá menn að vaða uppi og selja krabbameinsvaldandi efni eins og Roundup. Þetta vita allir, en Evrópusambandið lokar bara augunum þar sem stóru fyrirtækin greiða þeim bara nógu mikinn pening svo enginn segi neitt. 
 
Við höfum verið að selja hér í gegnum fyrirtæki okkar NPK áburð sem heitir Potassium Phosphite sem nú er búið að taka af markaðnum í ESB-ríkjunum. Ástæðan er að Potassium Phosphite hefur þá aukaeiginleika að geta drepið sveppasýkingar í plöntum. Þá komu stóru efnafyrirtækin sem eru að framleiða sveppaeitur og komu því þannig fyrir að settar voru reglur hjá ESB um að banna notkun á Potassium Phosphite. Þannig fengu þeir frið til að selja sitt eiturefni til grænmetisræktarinnar í Evrópu. Potassium Phosphite er hins vegar þannig efni að því má úða vatnsþynntu á plöntur án þess að það valdi skaða hjá fólki eða náttúru. Með því að banna þetta er verið að nota eiturefni sem hefur mikil áhrif á lífríkið í kringum sig. Nú er mikið rætt um að skordýrum fari ört fækkandi í Evrópu og víðar, halda menn að það sé einhver tilviljun? – Það er ekkert annað en eitur sem er að drepa þessi dýr.
 
Menn verða því að finna aðrar lausnir en að nota eiturefni í matvælaframleiðslu. Það eru þegar á boðstólum margvíslegar lausnir sem hægt er að nota í ræktun sem hafa engin eituráhrif. Það hentar bara ekki stóru eiturefnaframleiðendunum sem ráða öllu í krafti peningavalds. Þetta er grafalvarleg staða.“
 
Erlendis flysjar fólk gúrkurnar til að forðast eitrið
 
Reynir nefnir dæmi úr einni af heimsóknum sínum til Evrópu. Þar var honum boðið að borða á heimili hjá einum garðyrkjuráðunaut og konan sá um eldamennskuna.
 
„Ég sá að konan tekur upp ostaskera og sker hýðið utan af gúrkunni sem hún var með.  Ég spurði hana af hverju hún gerði þetta. Hún svaraði að bragði; ég geri þetta alltaf þegar ég veit ekki hvaðan gúrkan kemur. Það er bara til að tryggja að við séum ekki að borða eitrið sem er á hýðinu. Ég vil vita hvaðan gúrkan kemur og hvort hún er úr garðyrkjustöð sem er ekki að nota eitur ef ég á að borða hýðið. Ég veit ekkert hvort þessi gúrka kemur frá Hollandi eða Spáni, sagði konan.“ 
 
Kolsýran er nauðsynleg svo grænmeti geti þrifist
 
Reynir nefndi mikilvægi kolsýrunnar í svona ræktun. Það er óneitanlega sérstakt þegar haft er í huga að vart er hægt að fletta blaði, hlusta á útvarp, eða horfir á sjónvarp öðruvísi en að þar yfirgnæfi umræðan um loftslagsmál og neikvæð áhrif af losun gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings (CO2). Það lá því beinast við að spyrja Reyni hvað sé til ráða hjá garðyrkjubændum ef þeir fá ekki sína kolsýru til að fóðra plönturnar.
 
„Það er bara ekkert hægt að gera. Slík staða er mjög slæm. Sumir reyna að brenna einhverju til að búa til koltvísýring, en það er ekki nærri eins áhrifaríkt og að vera með þessa hreinu kolsýru sem við notum. Það veldur því gríðarlegu tekjutapi fyrir okkur ef við fáum ekki kolsýru, jafnvel þó hún sé okkur dýr. Án kolsýru verður vöxturinn um 30% hægari.
 
Svona gróðurhús eins og hjá okkur er fljótt að klára alla kolsrýru úr loftinu. Plönturnar éta upp alla kolsrýru sem þeim býðst og ef kolsýran klárast verður hlutfallslega of mikið súrefni. Þetta verður allt að vera í réttum hlutföllum.“
 
- Er viðhorfið hjá ykkur gagnvart koltvísýru þá annað en hjá þeim sem hafa hæst í umæðunni?
„Já, við erum að binda koltvísýring í plöntunum hjá okkur á hverjum degi og kolsýran er plöntunum lífsnauðsynleg. Með okkar ræktun erum við því að draga úr losun á kolsýru sem annars færi út í andrúmsloftið.“ 
 
Telur framtíð grænmetisræktunar felast í flotræktun
 
Í Reykási vinna að jafnaði um tíu manns, að stærstum hluta erlendir starfsmenn. Reynir segir að í þeim hópi sé samt fastur kjarni sem starfað hafi lengi hjá honum. Nýjasta framleiðslan hjá Reyni í Reykási er flotræktun á salati sem hann hefur verið að þróa í um eitt og hálft ár.
 
„Þetta er það nýjasta í garðyrkjuheiminum í dag. Tæknin hefur svo sem verið lengi þekkt, en hefur ekki verið þróuð almennilega fyrr en núna. Þetta er kallað „floting hydorphonic“ þar sem plönturnar vaxa alfarið í vatni sem í er næringarblanda. Ég reyndi að kaupa svona, en það var ekki fyrr en 2018 að fyrirtæki voru í stakk búin að afgreiða svona búnað sem heilstætt kerfi til mín úr almennilegu efnum. Nú eru um fjögur til fimm fyrirtæki farin að framleiða svona plastflot.“
 
Þetta er ekki ósvipað salatræktuninni í plastrennum hjá Lambhaga í Reykjavík nema hvað þarna kemur engin mold nærri. Í Reykási er svo ræktað í tilbúnum tjörnum og fer vatnið í hringrás í gegnum kassa eða „bíófilter“ með perlusteini og við það fær það súrefnismettun á ný. Vatnsskipti eiga sér þannig stað á um tveggja tíma fresti í karinu eða tjörninni. Í stað raf- eða handknúins færibands er vatnið sjálft látið virka sem færiband. Þegar ein fljótandi plast gróðureining er tekin upp hrekur straumurinn í vatninu þá næstu að bakkanum. Í þessu er enginn vélrænn búnaður sem getur bilað nema vatnsdælur. Svona framleiðsla útheimtir því mun minni vinnu en þekkist með hefðbundnum aðferðum. 
 
„Ég held að þetta sé framtíði í allri ræktun. Það eru sérstök fræ sem notuð eru í svona vatnsræktun. Það er hægt líka hægt að rækta hvítkál og tómata með þessari aðferð. Framtíðin er að flytja allt útiræktað grænmeti yfir í þessa aðferð. Ástæðan er að engin þörf er á notkun illgresiseyðis og í svona ræktun eru engin jarðvegsvandamál.“ 
 
Jarðvegur víða orðinn ónýtur til ræktunar grænmetis í Evrópu
 
„Ég  kom í stórt salathús í Hollandi þar sem bóndinn var að færa alla útiræktunina hjá sér í hús. Það var vegna sýkingar í jarðveginum, þannig að þar var ekki hægt lengur að rækta salat.“
 
Sagði Reynir að mengunin í jarðvegi í ræktunarstöðvum m.a. í Hollandi sé orðin geigvænleg. Nefndi hann að á einni sýningu þar í landi hafi honum og öðrum gestum verið gert að fara í sérstök stígvél. Fannst reyni þetta frábært og til vitnis um að bændurnir vildu ekki að gestirnir væru að bera smit inn í garðyrkjustöðvarnar með skógbúnaði sínum.
 
„Nei, það var ekki ástæðna. Þeir vildu ekki að við værum að bera smit út af svæðinu hjá þeim þar sem jarðvegurinn var allur gegnsýrður af smiti. Þarna voru gulræturnar t.d. hreint út sagt ógeðslegar. Þetta er vandamálið sem bændur eru að kljást við í Evrópu í dag. Jarðvegurinn er gjörsamlega ónýtur vegna eiturefnanotkunar og úr slíkri framleiðslu eru menn m.a. að flytja inn grænmeti til Íslands. Nú eru menn að reyna að finna nýjar leiðir og er flotræktun ein þeirra,“ segir Reynir. „Þeir hafa reyndar ekki sömu möguleika og við sem erum með allt þetta hreina vatn.“     
 
Horft yfir flotræktarskálann í gróðrarstöðinni Reykási. 
 
Með heitt vatn úr eigin borholu
 
Borða eftir heitu vatni fyrir fimm árum. Erum með borholu í aðeins 350 metra fjarlægð frá gróðurhúsinu. Hún er með 73 gráðu heitu vatni og er sennilega ein besta borhola landsins þó ég segi sjálfur frá. Þar erum við að taka upp heitt vatn á aðeins 120 metra dýpi. Við vorum eiginlega í vandræðum með að bora þetta því það kom strax upp svo mikið af 20-30 gráðu heitu vatni sem hefði sjálfsagt dugað til að hita upp mörg þúsund fermetra með gólfhitalögnum. Við boruðum samt lengra, eða niður á 120 metra. Þá var vatnið orðið 73 gráðu heitt sem dugði okkur vel og ég vildi ekki fara neðar af ótta við að missa það kannski út í sprungur. Svo fóðruðum við holuna niður á um 90 metra dýpi.  
 
Ég var svo að bora hér við hliðina á gróðurhúsinu eftir köldu vatni, þegar ég var að setja upp pollana fyrir vatnsræktunina. Þegar við vorum komnir niður á 30 metra gáfumst við upp af því að það var svo mikill hiti á botni holunnar. 
 
- Höfðu menn þá ekkert borða á þessu svæði áður?
„Það er ferskvatns borhola hér uppi í hverfinu sem er um 350 metra djúp. Hún er með um 50 gráðu heitu vatni. Þar er um að ræða kalt vatn sem þá hitnar á klöpp, en ekki jarðhitavatn,“ segir Reynir Jónsson.  
 
Erlendis flysjar fólk gúrkurnar til að forðast eitrið
 
Reynir nefnir dæmi úr einni af heimsóknum sínum til Evrópu. Þar var honum boðið að borða á heimili hjá einum garðyrkjuráðunaut og konan sá um eldamennskuna.
 
„Ég sá að konan tekur upp ostaskera og sker hýðið utan af gúrkunni sem hún var með. Ég spurði hana af hverju hún gerði þetta. Hún svaraði að bragði; ég geri þetta alltaf þegar ég veit ekki hvaðan gúrkan kemur. Það er bara til að tryggja að við séum ekki að borða eitrið sem er á hýðinu. Ég vil vita hvaðan gúrkan kemur og hvort hún er úr garðyrkjustöð sem er ekki að nota eitur ef ég á að borða hýðið. Ég veit ekkert hvort þessi gúrka kemur frá Hollandi eða Spáni, sagði konan.“ 
 
Kolsýran er nauðsynleg svo grænmeti geti þrifist
 
Reynir nefndi mikilvægi kolsýrunnar í svona ræktun. Það er óneitanlega sérstakt þegar haft er í huga að vart er hægt að fletta blaði, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp öðruvísi en að þar yfirgnæfi umræðan um loftslagsmál og neikvæð áhrif af losun gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings (CO2). Það lá því beinast við að spyrja Reyni hvað sé til ráða hjá garðyrkjubændum ef þeir fá ekki sína kolsýru til að fóðra plönturnar.
 
„Það er bara ekkert hægt að gera. Slík staða er mjög slæm. Sumir reyna að brenna einhverju til að búa til koltvísýring, en það er ekki nærri eins áhrifaríkt og að vera með þessa hreinu kolsýru sem við notum. Það veldur því gríðarlegu tekjutapi fyrir okkur ef við fáum ekki kolsýru, jafnvel þótt hún sé okkur dýr. Án kolsýru verður vöxturinn um 30% hægari.
 
Svona gróðurhús eins og hjá okkur er fljótt að klára alla kolsýru úr loftinu. Plönturnar éta upp alla kolsýru sem þeim býðst og ef kolsýran klárast verður hlutfallslega of mikið súrefni. Þetta verður allt að vera í réttum hlutföllum.“
 
– Er viðhorfið hjá ykkur gagnvart koltvísýringi þá annað en hjá þeim sem hafa hæst í umræðunni?
„Já, við erum að binda koltvísýring í plöntunum hjá okkur á hverjum degi og kolsýran er plöntunum lífsnauðsynleg. Með okkar ræktun erum við því að draga úr losun á kolsýru sem annars færi út í andrúmsloftið.“ 
 
Telur framtíð grænmetisræktunar felast í flotræktun
 
Í Reykási vinna að jafnaði um tíu manns, að stærstum hluta erlendir starfsmenn. Reynir segir að í þeim hópi sé samt fastur kjarni sem starfað hafi lengi hjá honum. Nýjasta framleiðslan hjá Reyni í Reykási er flotræktun á salati sem hann hefur verið að þróa í um eitt og hálft ár.
 
„Þetta er það nýjasta í garðyrkjuheiminum í dag. Tæknin hefur svo sem verið lengi þekkt, en hefur ekki verið þróuð almennilega fyrr en núna. Þetta er kallað „floting hydorphonic“ þar sem plönturnar vaxa alfarið í vatni sem í er næringarblanda. Ég reyndi að kaupa svona, en það var ekki fyrr en 2018 að fyrirtæki voru í stakk búin að afgreiða svona búnað sem heildstætt kerfi til mín úr almennilegu efnum. Nú eru um fjögur til fimm fyrirtæki farin að framleiða svona plastflot.“
 
Þetta er ekki ósvipað annarri salatrækt, plantan látin róta sig í smá mold og svo sett á flot. Í Reykási eru plönturnar svo ræktaðar í tilbúnum tjörnum. Fer vatnið í hringrás í gegnum kassa eða „bíófilter“ með perlusteini og við það fær það súrefnismettun á ný. Vatnsskipti eiga sér þannig stað á um tveggja tíma fresti í karinu eða tjörninni. Í stað raf- eða handknúins færibands er vatnið sjálft látið virka sem færiband. Þegar ein fljótandi plastgróðureining er tekin upp hrekur straumurinn í vatninu þá næstu að bakkanum. Í þessu er enginn vélrænn búnaður sem getur bilað nema vatnsdælur. Svona framleiðsla útheimtir því mun minni vinnu en þekkist með hefðbundnum aðferðum. 
 
„Ég held að þetta sé framtíðin í allri ræktun. Það eru sérstök fræ sem notuð eru í svona vatnsræktun. Það er líka hægt að rækta hvítkál og tómata með þessari aðferð. Framtíðin er að flytja allt útiræktað grænmeti yfir í þessa aðferð. Ástæðan er að engin þörf er á notkun illgresiseyðis og í svona ræktun eru engin jarðvegsvandamál.“ 
 
Jarðvegur víða orðinn ónýtur til ræktunar grænmetis í Evrópu
 
„Ég  kom í stórt salathús í Hollandi þar sem bóndinn var að færa alla útiræktunina hjá sér í hús. Það var vegna sýkingar í jarðveginum, þannig að þar var ekki hægt lengur að rækta salat.“
 
Sagði Reynir að mengunin í jarðvegi í ræktunarstöðvum m.a. í Hollandi sé orðin geigvænleg. Nefndi hann að á einni sýningu þar í landi hafi honum og öðrum gestum verið gert að fara í sérstök stígvél. Fannst reyni þetta frábært og til vitnis um að bændurnir vildu ekki að gestirnir væru að bera smit inn í garðyrkjustöðvarnar með skóbúnaði sínum.
 
„Nei, það var ekki ástæðan. Þeir vildu ekki að við værum að bera smit út af svæðinu hjá þeim þar sem jarðvegurinn var allur gegnsýrður af smiti. Þarna voru gulræturnar t.d. hreint út sagt ógeðslegar. Þetta er vandamálið sem bændur eru að kljást við í Evrópu í dag. Jarðvegurinn er gjörsamlega ónýtur vegna eiturefnanotkunar og úr slíkri framleiðslu eru menn m.a. að flytja inn grænmeti til Íslands. Nú eru menn að reyna að finna nýjar leiðir og er flotræktun ein þeirra,“ segir Reynir. „Þeir hafa reyndar ekki sömu möguleika og við sem erum með allt þetta hreina vatn.“
 
Flotræktun, eða „floting hydorphonic“, er framtíðin í grænmetisrækt að mati Reynis Jónssonar. Með því geta menn losnað við vandamál sem skapast af illgresi og bakteríusýkingum í jarðvegi. Þá er víða fátt annað í stöðunni í Evrópu þar sem búið er að eyðileggja jarðveginn með gegndarlausri eiturefnanotkun. Myndir / HKr.
 
Með heitt vatn úr eigin borholu
 
„Við byrjuðum að bora eftir heitu vatni fyrir fimm árum. Erum með borholu í aðeins 350 metra fjarlægð frá gróðurhúsinu. Hún er með 73 gráðu heitu vatni og er sennilega ein besta borhola landsins þótt ég segi sjálfur frá. Þar erum við að taka upp heitt vatn á aðeins 120 metra dýpi. Við vorum eiginlega í vandræðum með að bora þetta því það kom strax upp svo mikið af 20–30 gráðu heitu vatni sem hefði sjálfsagt dugað til að hita upp mörg þúsund fermetra með gólfhitalögnum. Við boruðum samt lengra, eða niður á 120 metra. Þá var vatnið orðið 73 gráðu heitt sem dugði okkur vel og ég vildi ekki fara neðar af ótta við að missa það kannski út í sprungur. Svo fóðruðum við holuna niður á um 90 metra dýpi.  
Ég var svo að bora hér við hliðina á gróðurhúsinu eftir köldu vatni, þegar ég var að setja upp pollana fyrir vatnsræktunina. Þegar við vorum komnir niður á 30 metra gáfumst við upp af því að það var svo mikill hiti á botni holunnar. 
 
– Höfðu menn þá ekkert borða á þessu svæði áður?
„Það er ferskvatnsborhola hér uppi í hverfinu sem er um 350 metra djúp. Hún er með um 50 gráðu heitu vatni. Þar er um að ræða kalt vatn sem þá hitnar á klöpp, en ekki jarðhitavatn,“ segir Reynir Jónsson. 

 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...