Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Spægipylsu-keilur.
Spægipylsu-keilur.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. nóvember 2019

Jólalegir smáréttir fyrir aðventuna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Aðventan er á næsta leiti og þá er tilvalið að gera vel við sig með jólalegum smáréttum.  
 
Spægipylsu-keilur fylltar með rjómaosti
 
Rúllið einfaldlega upp sneið af spægipylsu, skerið aðeins í hana til að mynda keilulaga „cone“ og fylltu með rjómaosti. Meðlæti að eigin vali, til dæmis spægipylsubitar, ásamt ferskum jarðarberjum með pipar og kóríander.
  • 200 g mjúkur rjómaostur
  • 1 tsk. pipar að eigin vali
  • 3 msk. sneidd jarðarber 
  • 2 msk fínt skornir teningar spægipylsu
  • 300 g  spægipylsa, þunnt skorin (hægt að steikja sneiðarnar fyrst til að fá stökka áferð)
  • Nokkur blöð ferskur kóríander 
 
Setjið rjómaost í sprautupoka.
 
Skerið spægipylsusneiðar í tvennt.  Snúið hverri sneið til að mynda í keilulaga „cone“ og sprautið rjómaosti inn í keilurnar.  
 
Setjið hverja keilu á fat eða lokið með tannstönglum og skreytið með meðlæti að eigin vali.
 
 
Lamb Tartare Crostini
  • 300 g góður lambavöðvi eða 
  • hangikjöt til hátíðarbrigða 
  • 1 msk. Worcestershire sósa (sleppa með hangikjöti því það er 
  • saltað fyrirfram)
  • ¼ sítróna, safinn
  • ¼ tsk. capers
  • ½ skalottlaukur, hakkaður fínt
  • Saltið og piprið eftir smekk (en munið að hangikjöt er saltara).
  • 100 g rauðrófur úr dós í bitum 
  • Steinselja til skreytinga
  • 6 ristaðar crostini brauðsneiðar (til dæmis baguette-brauð)
Hægt er að skreyta og bragðbæta með þunnt skorinni sellerírót kryddaðri með sveppamauki og jafnvel mísó-kryddi (en má sleppa).
 
Frystið lamb í 30 mínútur.
 
Fjarlægið lambakjötið úr frystinum. Skerið lambið í þunnar sneiðar. Skerið síðan í mjög litla bita.  Gangið úr skugga um að allir sé fínt skorið. Blandið salti (hangikjöt er forsaltað), pipar, Worcestershire-sósu, sítrónusafa, capers og skalottlauk í litla skál. Smakkið til með rauðrófunum og kryddið eftir smekk.
 
Bætið blöndunni við lambið og bætið eggjarauðu við. Blandið vel saman.
 
Berið fram ofan á ristuðu crostini. Gott er að velta rótargrænmeti upp úr sveppamauki.
 
Toppið með steinselju til að skreyta.
 
Exotískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur.
 
 
Exótískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur
  • 1 hamborgarhryggur
  • Gljái:
  • 2 msk. engifer appelsínu marmelaði
  • 2 msk. dijon hunangs sinnep
  • 2 msk. mosvado sykur
  • 1 tsk. saxaður engifer
  • 1 tsk. passion fruit (passíualdin) má sleppa
 
Fyrir 6–8
Hægt er að krydda til hamborgar­hrygg með því að bæta ferskum og framandi bragðtegundum við án þess að rjúfa fjölskylduhefðirnar.
 
Eldið hamborgarhrygginn eftir leiðbeiningum framleiðenda, gott að láta í pott, láta suðuna koma upp og leyfa honum að liggja í soðinu.
 
Svo er hryggurinn gljáður með exótíska gljáanum okkar sem gott er að hræra saman kvöldið áður.
 
Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...