Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. desember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af grænmeti og kartöflum, hægt er breyta til með því að rista grasker, rósakál eða góða sveppi. 

Lambið

  • Um fjórar 200 g lambasteikur til dæmis úr læri
  • 2 tsk.  fínt rifinn sítrónubörkur
  • 11/2 tsk  saxað rósmarín
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • Nýmalaður pipar
  • 100 ml ólífuolía  og matskeið að auki 
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 200 g rósakál
  • 200 g sveppir

Aðferð

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið.  Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti tíu mínútur.

Steikið á pönnu með rósakáli og sveppum í um fjórar mínútur á hvorri hlið (fyrir miðlungs eldun). Færið pönnuna í ofn í fimm mínútur og berið fram.

Bakað grasker og blómkál með parmesanosti

  • 1 butternut grasker helmingur (um 700 g), skrælt, fræin tekin úr og skorin í 3 cm þykka fleyga
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotið í stóra bita
  • 80 g smjör
  • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar 
  • 1/3 bolli (25 g) fínt rifinn parmesan­ ostur
  • 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja

Aðferð

Setjið ofnagrindina í miðju ofnsins.  Hitið ofninn í 230 gráður.

Setjið graskerið í stóra skál með einni matskeið af olíu. Færið yfir á eldfast mót og kryddið með salti.  Bakið í 20 mínútur og snúið til hálfs þegar helmingur eldunartímans er liðinn.

Setjið blómkálið í stóra skál með einni matskeið af olíu.  Kryddið með salti. Bætið blómkáli við eldfasta mótið og eldið með graskerinu í 15 mínútur eða þar til grasker og blómkál eru meyrt og karamelliserað.

Á meðan, á meðalstórri pönnu, eldið smjörið; hrærið yfir miðlungs hita í þrjár mínútur eða þar til það er ljósbrúnt á litinn. Hrærið saman við pipar, ef hann er notaðaður, og setjið til hliðar.

Flytjið grasker og blómkál á stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri og stráið parmesan og steinselju yfir.

Mjúkar haframjölskökur

Hráefnið er einfalt, ekkert hveiti, egg eða viðbótarsykur – sem gerir þær nógu hollar til að borða í morgunmat eða sem síðdegissnarl.

En ef þið viljið gera þær enn hollari er hægt að nota þurrkaða ávexti eins og þurrkuð trönuber, bláber eða kirsuber. 

Þið ættuð að reyna að nota eitthvað sætt vegna þess að smákökurnar eru ekki sérlega sætar þar sem það er enginn viðbættur sykur í þeim.

  • 1 bolli maukaðir þroskaðir bananar (um 3 litlir bananar)
  • 1/2 bolli náttúrulegt rjómalagt hnetu-­ smjör ósykrað
  • 2 bollar valsaðir hafrar
  • 1/2 bolli súkkulaðibitar eða þurrkaðir ávextir

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður. Finnið til bökunarplötur með smjörpappír.

Bætið banönum og hnetusmjöri í stóra skál. Hrærið þar til jafnt blandað. Bætið höfrum við. Hrærið þar til það er jafnt saman.

Bætið súkkulaðibitum eða þurrkuðum ávöxtum við. Hrærið þar til þetta er vel blandað saman.

Notið 1½ matskeið til að skammta smákökudeiginu á smjörpappír, með bilinu um það bil tvo sentimetra á milli. Notið lófann til að ýta niður og fletja deigið út. Smákökur fletjast ekki út við bakstur þannig að æskilegt er að móta kökudeigið strax. 

Bakið smákökur í um það bil 10 mínútur eða þar til þær hafa verið settar. Látið smákökur kólna alveg áður en þær eru teknar af bökunarplötum.

Gangið úr skugga um að bananarnir séu maukaðir vandlega. Ekki ættu að sjást neinir stórir klumpar.

Ef þið viljið gera smákökurnar enn flottari er hægt að geyma helminginn af súkkulaðibitunum og setja þá ofan á smákökuna eftir að hún er mótuð.

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...