Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Setning á Austurvelli og hátíðarsamkoma fyrsta kvenréttindadagsins 19. júní 1915, auk smámeyja með nýja íslenska fánann sem var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði sama dag.
Setning á Austurvelli og hátíðarsamkoma fyrsta kvenréttindadagsins 19. júní 1915, auk smámeyja með nýja íslenska fánann sem var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði sama dag.
Menning 3. júlí 2023

Dagur kvenréttinda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var fagnað hátíðis- og baráttudegi kvenna á Íslandi, kvenréttindadeginum, en fyrir rúmri öld var því fyrst fagnað að konur fengju kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, þann 19. júní árið 1915.

Barátta kvenna fyrir jöfnum kosningarétti hafði þó staðið frá árinu 1885. Fyrsta opinbera krafan um sameiginlegan kosningarétt kynjanna var lögð fram árið 1895 og voru lög samþykkt á Alþingi árið 1911. Þau lög hlutu þó ekki náð fyrir Danakonungi fyrr en fjórum árum síðar og þá með aldursskilyrðunum „40 ára og eldri“. Áttu lögin einnig við vinnumenn, sem upp að því höfðu heldur ekki notið kosningaréttar.

Árið 1918 var þetta aldursákvæði numið úr lögum með Sambandslagasamningi Dana og Íslendinga sem kvað á um jafnrétti íslenskra og danskra ríkisborgara, jafnt kvenna sem karla.

Var kvenréttindadeginum vel fagnað þetta fyrsta sinn, þá reyndar við setningu Alþingis þann 7. júlí 1915. Segir svo í Íslensku almanaki: „Austurvöllur var skreyttur hinum nýja íslenska fána og 200 smámeyjar fóru fyrir skrúðgöngu í gegnum miðbæinn. Alþingi fékk skrautritað ávarp og þingmenn hrópaðu húrra fyrir konum. Kvennakór söng á Austurvelli og Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason (fyrsta íslenska konan til að taka sæti á Alþingi) héldu ræður. Ingibjörg tilkynnti í ræðu sinni að næsta baráttumál kvenna muni verða stofnun Landspítala.“

Rétt er að minnast þess, eins og kemur fram á vefsíðu Kvennasögusafns, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856–1940) kvaddi sér hljóðs fyrst íslenskra kvenna á opinberum vettvangi og átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttu hérlendis er kom að lágmarksréttindum. Kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Hún átti frumkvæði að stofnun Kvenréttindafélags Íslands, var formaður félagsins í tvo áratugi og átti mestan þátt í að íslenskar konur urðu hluti af alþjóðlegri kvenréttindabaráttu.

Ingibjörg H. Bjarnason (1867– 1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á alþingi. Hún sat á Alþingi 1922–1930 fyrir Kvennalistann (eldri), Íhaldsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg starfaði sem kennari og skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík um árabil og var formaður Landspítalasjóðs sem stóð að byggingu Landspítalans.

Hefur kvenréttindadeginum verið fagnað árlega og samtök kvenna minnst dagsins með ýmsum hætti. Helsta baráttumál í tilefni þess dags hefur verið bygging Landspítalans sem varð að veruleika árið 1930, en annars hefur verið brýnt á ýmsum réttindamálum kvenna í gegnum tíðina.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...