Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan
Menning 25. janúar 2023

Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útgáfu bókar í lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags er alltaf spennandi og henni ber að fagna. Nýjasta ritið í ritröðinni er Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan eftir Ibn Túfaíl.

Eyjólfur Kjalar Emilsson þýðandi segir í inngangi að verkið sé af mörgum talið fyrsta heimspekilega skáldsagan og eitt sérstæðasta ritið sem blómleg miðaldamenning íslam gaf af sér.

Í kynningu segir að saga Haís sé frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrulegi maður, með öllu ósnortinn af samfélaginu og sameinar aristótelísk-nýplatónskri heimspeki íslamskri dulhyggju.

Áhrifamikil saga

Þroskasagan kom fyrst út á arabísku upp úr 1170 í Marrakess sem í dag er í Marokkó. Sagan varð fljótt vinsæl
í arabískumælandi löndum og síðar einnig víða um Evrópu þar sem hún hafði talsverð áhrif á heimspeki Vesturlanda. Bretinn Daniel Defoe er einn af þeim sem stóð að útgáfu bókarinnar á ensku og er talið að hún sé að hluta hugmyndin að baki skáldsögunni um Róbinson Krúsó.

Í stuttu máli fjallar sagan um ævi og þroska Haís Ibn Jaqzan, sem rekur á land á mannlausri eyju við miðbaug eða verður til úr leir. Sagt er frá því er hann elst upp og fær næringu frá hind sem elur hann upp. Haís er eðlisgreindur, eftirtektarsamur, forvitinn og fljótur að læra. Með sjálfsnámi kynnir hann sér eðli náttúrunnar. Smám saman og með aukinni þekkingu beinist hugur hans að guðdóminum og því sem er hin nauðsynlega vera.

Þegar líður á söguna kynnist Haís í fyrsta sinn annarri mannveru sem kennir honum að tala og saman fara þeir af eyjunni þar sem Haís þyrstir í að kynnast mannfólkinu og hugsun þess.

Vonbrigði með mannkynið

Haís kynnist þeim sem eiga að vera afburðamenn og taka þeir því sem hann hefur að segja vel. Fljótlega fer Haís að efast um hæfileika mannsins til andlegs þroska og í hans augum eru mennirnir ófullkomnir. „Hvað er meira lýjandi, í hvaða dýpri vesaldóm getur maður sokkið en að telja upp allt sem hann hefur gert frá því hann reis úr rekkju og þangað til hann gekk til náða án þess að finna þar á meðal eitt einasta verk sem þjónar ekki einhverju auvirðilegu markmiði í skynheimum: auðsöfnunar, sældarlíferni, svölun ástríðanna, útrásar, reiði, að tryggja stöðu sína, að viðhafa helgisiði til að ganga í augu fólks eða bara til að bjarga eigin skinni. Allt þetta er ekki annað en skýjaklakkar yfir hafdjúpunum.“

Niðurstaða þroskasögunnar er sú að líkaminn er aðeins verkfæri lífsandans.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...