Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Þrátt fyrir spá um leiðindaveður víða um land slapp til með göngur og réttir en kalsaveður, þokur og dumbungur settu þó sitt mark á smalamennskuna.

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar og það reiknað í um 140 dagsverkum. Samkvæmt gangnaseðli eru það fjárbýlin Arnheiðarstaðir, Bessastaðagerði, Brekka, Brekkugerði, Egilsstaðir, Eyrarland, Fremri-Víðivellir, Glúmsstaðir 2, Hrafnkelsstaðir, Langhús, Melar og Valþjófsstaður II sem draga fé sitt í dilka í Melarétt. Það svæði sem smalað er tekur m.a. til Rana, undir Fell, Múla, Gilsárdals, Villingadals, Flatarheiðar, Kiðafells og Útheiðar. Jafnan er fyrsta ganga farin í Fell, svo í Rana, síðan á Hraun og Kiðafell, þá Múla og síðast Útheiði.

Fé af Jökuldal, 100–200 kindur, og eitthvað svipað eða nokkru minna úr Fellum, slæmist gjarnan saman við Fljótsdalsféð og jafnvel líka fé utan úr Hróarstungu.

Þegar flest fé var í Fljótsdal var um 9.000 vetrarfóðrað en er nú um 4.500 talsins.

Líklega má segja að Melarétt sé helsta réttin sem eftir er á Austurlandi en vissulega eru þær fleiri, hingað og þangað um fjórðunginn.

14 myndir:

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...