Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 11. maí 2020

Aðlögunarstyrkir fyrir lífræna framleiðslu geta numið helmingi af kostnaði

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki lausa til umsóknar vegna aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Þetta er í fjórða sinn sem styrkirnir eru veittir með núverandi sniði, en um styrkina var samið í búvörusamningunum sem tóku gildi 1. janúar 2017 og var fjármagn til þessa þáttar aukið til muna miðað við fyrri samning.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er heildarfjárhæð til úthlutunar um 35 milljónir króna á ári. „Ekki er unnt að segja til um hve margir geti fengið styrki hverju sinni, það fer eftir áætluðum aðlögunarkostnaði. Sjá fjölda styrkhafa í 1. töflu. Á þessum árum hafa 7 framleiðendur fengið styrki og hefur alls verið úthlutað tæpum 44 milljónum króna á þessum þremur árum.“

Meðalstyrkupphæð er um fjórar milljónir

„Stuðningur við hvern framleiðanda getur að hámarki numið 50 prósentum af árlegum aðlögunarkostnaði með tilliti til umfangs aðlögunar. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag árlega en 20 prósent af heildar­framlögum stuðningsins samkvæmt fjárlögum. Sá framleiðandi sem hefur fengið hæsta úthlutun samanlagt hefur fengið 13.619.268 kr. á tveimur árum. Meðalupphæð styrkja er um fjórar milljónir króna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Sótt er um í Afurð (www.afurd.is ), greiðslukerfi landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í ágúst 2020. 

Lífræn framleiðsla - aðlögunarstuðningur

 

Ár

Á

fjárlögum

Veittur

stuðningur

Samþykktar umsóknir

2017

35.013.409

3.231.250

1

2018

35.305.720

21.266.404

4

2019

37.227.391

19.470.545

6

2020

37.611.460

 

 

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...