Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 11. maí 2020

Aðlögunarstyrkir fyrir lífræna framleiðslu geta numið helmingi af kostnaði

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki lausa til umsóknar vegna aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Þetta er í fjórða sinn sem styrkirnir eru veittir með núverandi sniði, en um styrkina var samið í búvörusamningunum sem tóku gildi 1. janúar 2017 og var fjármagn til þessa þáttar aukið til muna miðað við fyrri samning.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er heildarfjárhæð til úthlutunar um 35 milljónir króna á ári. „Ekki er unnt að segja til um hve margir geti fengið styrki hverju sinni, það fer eftir áætluðum aðlögunarkostnaði. Sjá fjölda styrkhafa í 1. töflu. Á þessum árum hafa 7 framleiðendur fengið styrki og hefur alls verið úthlutað tæpum 44 milljónum króna á þessum þremur árum.“

Meðalstyrkupphæð er um fjórar milljónir

„Stuðningur við hvern framleiðanda getur að hámarki numið 50 prósentum af árlegum aðlögunarkostnaði með tilliti til umfangs aðlögunar. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag árlega en 20 prósent af heildar­framlögum stuðningsins samkvæmt fjárlögum. Sá framleiðandi sem hefur fengið hæsta úthlutun samanlagt hefur fengið 13.619.268 kr. á tveimur árum. Meðalupphæð styrkja er um fjórar milljónir króna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Sótt er um í Afurð (www.afurd.is ), greiðslukerfi landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í ágúst 2020. 

Lífræn framleiðsla - aðlögunarstuðningur

 

Ár

Á

fjárlögum

Veittur

stuðningur

Samþykktar umsóknir

2017

35.013.409

3.231.250

1

2018

35.305.720

21.266.404

4

2019

37.227.391

19.470.545

6

2020

37.611.460

 

 

 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...