Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti umhverfisviðurkenninguna 2. maí. Auk þess fékk lögreglan á Vesturlandi sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en embættið hefur náð fullum orkuskiptum. Nemendur í 10. bekk Árbæjarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins árið 2024 fyrir samþætt umhverfisverkefni sitt um sjálfbæra þróun.

Góður árangur í flokkun á lífrænum úrgangi

Sorpa annast meðhöndlun úrgangs, rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum, sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin sem eiga Sorpu; Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

Hlýtur Sorpa viðurkenninguna vegna þess góða árangurs sem náðst hafi í flokkun á lífrænum úrgangi á síðasta ári, í samstarfi við almenning. Ráðist hafi verið í mikilvæg umbótaverkefni sem gengu út á innleiðingu samræmds flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla á höfuðborgarsvæðinu.

Endurvinnsla á bömbum

Bambahús eru íslensk gróðurhús smíðuð úr galvaníseraðri stálgrind, klædd með 10 mm einangruðu gróður- húsaplasti. Við hönnun og smíði Bambahúsa er talið að sýnt hafi verið eftirtektarvert frumkvæði með því að nýta hráefni sem annars hefði verið fargað eða það sent úr landi, til dæmis á bömbum sem eru þúsund lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Vörur fyrirtækisins tali beint inn í hringrásarhagkerfið og sýni og sanni eina ferðina enn að það sem er úrgangur í augum eins getur verið gull í augum annars.

Skylt efni: Kuðungurinn

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...