Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dauð svín í Voronezh Oblast í Rússlandi 2011.
Dauð svín í Voronezh Oblast í Rússlandi 2011.
Mynd / Sputnik Science photo library
Fréttir 8. september 2021

Áhættukort gefið út vegna afrísku svínapestarinnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Evrópunefndin hefur gefið út áhættukort vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar í Evrópu. Þar er áhættusvæðum skipt upp í þrjá meginflokka, I, sem er merktur blár, II, sem er merktur bleikur og III, sem er rauður og skilgreint mesta hættusvæði. Að auki er fjólublá merking sem þýðir sérstakt eftirlitssvæði.

Landsvæði í Evrópu sem sett hafa verið í mismunandi áhættuflokka eftir litum vegna afrísku svínapestarinnar.

Afríska svínapestin er faraldur í jaðarsvæðum Sahara í Afríku. Þá barst veiran til Sardiníu í Miðjarðarhafi þar sem pestin hefur geisað sem faraldur í nokkra áratugi. Árið 2007 blossaði svínapestin svo upp í Georgíu, Armeníu, Azerbaijan, í Evrópuhluta Rússlands, Úkraínu og í Blearus (Hvíta-Rússlandi). Síðan hefur veiran verið að breiðast út með villtum svínum vestur eftir Evrópu. Hún fannst fyrst í Litháen og Póllandi í janúar og febrúar árið 2014. Síðan í Lettlandi og Eistlandi í september sama ár. Árið 2019 var tilkynnt um smit í níu Evrópusambandslöndum, Belgíu, Búlgaríu, Slóvakíu, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og í Rúmeníu og nú er veiran komin til Þýskalands.

Veiran getur borist með hráu svínakjöti

Innan Evrópusambandsins ríkir töluverður ótti, ekki síst í Þýskalandi og Póllandi, þar sem svínarækt er mjög mikilvægur hlekkur í matvælaframleiðslu. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist við pestinni og engin bóluefni eru til að berjast við veiruna. Ef svín sýkjast er nánast öruggt að þau drepist. Veiran hefur borist um álfuna með villtum svínum og þaðan í fóður eldissvína. Einnig hefur veiran borist úr hráu kjöti úr sýktum dýrum og ósoðnum pylsum úr svínakjöti. Vegna þess hafa landamæraverðir haft auga með flutningum á svínakjöti á milli landa.

Í Bandaríkjunum er mjög strangt tekið á slíku og ekki síst smygli ferðamanna á svínakjöti.

Engin dæmi er enn um að veiran hafi stökkbreyst og geti smitað menn eða aðrar dýrategundir en svín. Hins vegar er talið að menn geti auðveldlega borið veiruna með sér á milli staða, m.a. í skóbúnaði og fatnaði.

Blæðingar einkenna veikina


Þá segir að dýr sýkt af vægum stofnum af afrísku svínaveirunni sýni kannski ekki endilega dæmigerð klínísk merki um sýkingu. Matvælaöryggisyfirvöld Evrópu EFSA hafa gefið út viðvaranir og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þekkja einkenni afrísku svínapestarinnar. Þar segir m.a.:


„Einkennin eru m.a. hiti, lystarleysi, orkuleysi, fósturdauði, innri blæðingar, með blæðingum sýnilegum á eyrum og síðum dýranna. Skyndilegur dauði getur átt sér stað. Alvarlegir veirustofnar eru yfirleitt banvænir (dauði á sér stað innan 10 daga).“

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...