Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flutt voru inn rúm 712 tonn af papriku á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þar  gætu falist sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur.
Flutt voru inn rúm 712 tonn af papriku á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þar gætu falist sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur.
Fréttir 15. júlí 2019

Alls voru flutt inn 2.526 tonn af grænmeti á fyrstu fimm mánuðum ársins

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umtalsverður innflutningur var á grænmeti á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í lok maí var búið að flytja inn samtals rúm 2.526 tonn af grænmeti til Íslands. Það er nærri 8% aukning miðað við fimm mánaða meðaltal ársins 2018.

Á öllu árinu 2018 voru flutt inn 5.652.852 kg af grænmeti, sem samsvarar um 471 tonni að meðaltali á mánuði, eða tæp 2.355 tonn á fimm mánuðum. Innflutningur á grænmeti til Íslands á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 er því nokkuð umfram fimm mánaða meðaltalið á síðasta ári, eða sem nemur um 170 tonnum sem er rúmlega 7% aukning.

Sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur

Ætla má að í þessum tölum geti falist umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur, einkum í papriku, tómata og svepparækt. Allt snýst það þó væntanlega um samkeppnishæfni og grunnkostnað eins og orku sem er lykilþáttur í þeirri starfsemi. 

Íslensku Kálfafellsrófurnar þykja bera af í bragðgæðum í samanburði við innfluttar rófur. Samt var búið að flytja inn 133 tonn af rófum frá útlöndum  í lok maí. 

Mest flutt inn af papriku

Mest var flutt inn af papriku á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 712 tonn. Þá voru flutt inn tæp 449 tonn af tómötum og nærri 118 tonn af sveppum, en allt eru þetta tegundir sem hægt er að rækta í íslenskum gróðurhúsum.
Þá voru flutt inn rúm 465 tonn af kartöflum og tæp 449 tonn af gulrótum og næpum.

Íslensku Kálfafellsrófurnar þykja bera af

Af gulrófum voru flutt inn tæp 133 tonn, en þar þykir mörgum að innfluttar rófur standist alls ekki bragðsamanburð við  íslenska Kálfafellsyrkið. Þar gæti verið enn eitt sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur. Erlendis eru gulrófur reyndar mest ræktaðar sem skepnufóður og því kannski ekki eins verið að leita þar eftir bragðgæðum heldur vaxtarhraða og næringargildi. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að Íslendingar sem búsettir eru í Danmörku og víðar hafi einmitt verið að sækjast eftir að fá sent fræ af íslenska Kálfafellsyrkinu til ræktunar vegna bragðgæðanna.

Á vefsíðu Sölufélags garðyrkju­manna er sagt að rófan sé  upprunnin í N-Evrópu og er hennar fyrst getið með vissu í ræktun á Íslandi í upphafi 19. aldar. Hún var meðal þeirra matjurta sem fyrstar náðu útbreiðslu meðal landsmanna.

Rófa er C-vítamínauðug og hefur verið kölluð appelsína norðursins.

Áætluð meðalneysla á íbúa er 2,4 kg á ári. Til megin framleiðslunnar er sáð að vori (apríl / maí) en einnig eru þær forræktaðar í gróðurhúsum og plantað út í byrjun sumars.

Til eru íslenskir stofnar af rófum og eru þekktastir Kálfafellsrófa og Ragnarsrófa. Einnig hefur verið ræktaður stofn sem nefnist Sandvíkurrófa, en það er stofn af Kálfafellsrófu. Algengasta afbrigði í ræktun er þó sagt Vige sem er norskt afbrigði af rófum. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...