Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar
Fréttir 11. september 2015

Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsráðstefnan um skóga, World Forestry Congress (WFC), er nú haldin í fjórtánda sinn á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í Suður-Afríku.

Um er að ræða stærstu skógaráðstefnu sem haldin er í heiminum og fer hún fram á sex ára fresti. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, fagfólk, embættisfólk, stjórnmálafólk og áhugafólk hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi skógræktar og skógarnytja fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, efla skilning fólks á þeim ógnum sem steðja að skógum heims, benda á lausnir, miðla þekkingu og stuðla að því að tekið sé á brýnustu úrlausnarefnunum. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að árið 2015 sé talið geta skipt sköpum um framtíð skóga jarðarinnar.

Þjóðir heims búa sig nú undir að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og undir lok ársins verður haldin í París loftslagsráðstefnan sem kölluð hefur verið mikilvægasti fundur mannkynssögunnar.

Skýrsla um ástand skóga

Við setningarathöfn heimsráðstefnunnar í Durban í gær var kynnt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóganna í heiminum,  Global Forest Resources Assessment 2015. Í skýrslunni er farið yfir hvernig skógar heimsins hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, hvernig nýtingu þeirra er háttað, hversu sjálfbær nýtingin er og þess háttar.

Skógareyðingin mest í Brasilíu

Undanfarin fimm ár hefur mesta skógareyðingin verið í Brasilíu og Indónesíu að því er fram kemur í skýrslu FAO. Hér má sjá skógareyðingu í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest hefur tapast af skóglendi frá árinu 2010. Tölurnar eru í hekturum. Brasilía 984.000, Indónesía 684.000, Mjanmar 546.00, Nígería 410.000, Tansanía 372.000, Paragvæ 325.000, Simbabve 312.000, Austur-Kongó 311.000, Argentína 297.000 og Venesúela 289.000.

Skylt efni: Skógar | Skógrækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...