Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar
Fréttir 11. september 2015

Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsráðstefnan um skóga, World Forestry Congress (WFC), er nú haldin í fjórtánda sinn á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í Suður-Afríku.

Um er að ræða stærstu skógaráðstefnu sem haldin er í heiminum og fer hún fram á sex ára fresti. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, fagfólk, embættisfólk, stjórnmálafólk og áhugafólk hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi skógræktar og skógarnytja fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, efla skilning fólks á þeim ógnum sem steðja að skógum heims, benda á lausnir, miðla þekkingu og stuðla að því að tekið sé á brýnustu úrlausnarefnunum. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að árið 2015 sé talið geta skipt sköpum um framtíð skóga jarðarinnar.

Þjóðir heims búa sig nú undir að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og undir lok ársins verður haldin í París loftslagsráðstefnan sem kölluð hefur verið mikilvægasti fundur mannkynssögunnar.

Skýrsla um ástand skóga

Við setningarathöfn heimsráðstefnunnar í Durban í gær var kynnt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóganna í heiminum,  Global Forest Resources Assessment 2015. Í skýrslunni er farið yfir hvernig skógar heimsins hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, hvernig nýtingu þeirra er háttað, hversu sjálfbær nýtingin er og þess háttar.

Skógareyðingin mest í Brasilíu

Undanfarin fimm ár hefur mesta skógareyðingin verið í Brasilíu og Indónesíu að því er fram kemur í skýrslu FAO. Hér má sjá skógareyðingu í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest hefur tapast af skóglendi frá árinu 2010. Tölurnar eru í hekturum. Brasilía 984.000, Indónesía 684.000, Mjanmar 546.00, Nígería 410.000, Tansanía 372.000, Paragvæ 325.000, Simbabve 312.000, Austur-Kongó 311.000, Argentína 297.000 og Venesúela 289.000.

Skylt efni: Skógar | Skógrækt

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...